Veldu dagsetningu
Yfirlit
1desember
2desember
3desember
4desember
5desember
6desember
7desember
8desember
9desember
10desember
11desember
12desember
13desember
14desember
15desember
16desember
17desember
18desember
19desember
20desember
21desember
22desember
23desember
24desember
9. desember
Fiskiþorpið við Bengalflóa
Varchan býr í fiskiþorpinu TR Pattinam á Indlandi. Hann fær stundum að fara með pabba sínum að veiða fisk en það finnst honum mjög skemmtilegt. Honum finnst líka gaman að hlaupa út í sjó með vini sínum eða byggja sandkastala á ströndinni. Foreldrar hans veiða fisk og selja á stórum fiskmarkaði í Nagapattinam. Í dag fáum við að fylgjast með Varchan og fjölskyldu hans.
Umræðupunktar
- Varchan er ekki mjög hrifinn af morgunmatnum sem hann fær í myndbandinu. Hvað fáið þið ykkur í morgunmat?
- Pabbi Varchan talar um að það sé erfiðara að veiða fisk í ánni núna því loftslagsbreytingar hafi haft áhrif á hana. Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar haft á Ísland?
- Hvað getum við gert til að draga úr loftslagsbreytingum?
- Varchan á marga vini sem fá ekki að ganga í skóla. Hvers vegna haldið þið að það sé?
Stafarugl dagsins:
Hvaða náttúrufyrirbæri eyðilagði bæinn hans Varchan árið 2004?
Bókstafur 3 fer í reit nr. 19 (Passið vel upp á hvernig fyrirbærið er skrifað).