Veldu dagsetningu
Yfirlit

9. desember

Fiskiþorpið við Bengalflóa



 

Varchan býr í fiskiþorpinu TR Pattinam á Indlandi. Hann fær stundum að fara með pabba sínum að veiða fisk en það finnst honum mjög skemmtilegt. Honum finnst líka gaman að hlaupa út í sjó með vini sínum eða byggja sandkastala á ströndinni. Foreldrar hans veiða fisk og selja á stórum fiskmarkaði í Nagapattinam. Í dag fáum við að fylgjast með Varchan og fjölskyldu hans.

Umræðupunktar

  • Varchan er ekki mjög hrifinn af morgunmatnum sem hann fær í myndbandinu. Hvað fáið þið ykkur í morgunmat?
  • Pabbi Varchan talar um að það sé erfiðara að veiða fisk í ánni núna því loftslagsbreytingar hafi haft áhrif á hana. Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar haft á Ísland?
  • Hvað getum við gert til að draga úr loftslagsbreytingum?
  • Varchan á marga vini sem fá ekki að ganga í skóla. Hvers vegna haldið þið að það sé?

Stafarugl dagsins:
Hvaða náttúrufyrirbæri eyðilagði bæinn hans Varchan árið 2004?
Bókstafur 3 fer í reit nr. 19 (Passið vel upp á hvernig fyrirbærið er skrifað).