Gerast SOS Foreldri
Hvernig er framlaginu mínu ráðstafað?

Framlag þitt, 3.900 kr. á mánuði, fer í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess. Þú færð reglulega fréttir og myndir af barninu þínu.

Þú gefur barni sem áður var umkomulaust fjölskyldu á kærleiksríku heimili sem við höfum byggt. Barnið fer í skóla og fær öllum grunnþörfum sínum mætt og tækifæri sem það annars ætti enga möguleika á. Þú kynnist barninu og átt þess kost að skrifa því, gefa því gjafir og jafnvel heimsækja það.

Barnið fær að vita að þú hjálpar því og stuðlar að betra lífi þess og þú færð kjörið tækifæri til að segja því frá Íslandi í máli og myndum - ef þú vilt. Með því að gerast SOS-foreldri barns stígur þú mikilvægt skref.

Þetta skref mun breyta lífi barns úti í heimi til hins betra og það mun án efa einnig veita þér ánægju. — Nánar í Spurt og Svarað.

Framtíðargjöf til SOS-barns

Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf, upphæð að eigin vali, inn á framtíðarreikning. Þetta er frábær leið til að auka möguleika barnsins enn frekar í framtíðinni. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi. Barnið fær peninginn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Einfaldast er að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is

Einnig er hægt að millifæra í heimabanka. Framtíðarreikningurinn er: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.

Styrktarforeldri fær svo þakkarbréf frá barnaþorpinu þegar gjöfin hefur borist.

SOS foreldri

Já, ég vil bjarga barni!

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Kyn:
Ég vil styrkja barn/börn í:
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.