Stuðningur frá SOS á Íslandi

Verkefnin okkar

Viltu styrkja ákveðið verkefni á okkar vegum?

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna ýmis umbóta-, þróunar- og neyðarverkefni víða um heim með stuðningi utanríkisráðuneytisins og styrktaraðila SOS. Þessi verkefnin eru öll í þágu barna og ungmenna.

Verkefnin okkar 2024
Hér starfa SOS Barnaþorpin

Palestína

Áætl­að er að 19-25 þús­und börn á Gaza hafi misst ann­að eða báða for­eldra sína í stríð­inu sem stend­ur þar yfir. Neyð­in á Gaza er nú orð­in slík að ljóst er að efla þarf starf­semi SOS Barna­þorp­anna í Palestínu til lengri tíma. Með því að ger­ast SOS-foreldri barna á Gaza ger­ist þú mán­að­ar­leg­ur styrktarað­ili SOS barna­þorps­ins í Rafah. STYRKJA HÉR

Neyðaraðgerðir SOS í Palestínu

Með að­gerð­um okk­ar í Palestínu hjálp­um við fjöl­skyld­um sem orð­ið hafa við­skila að sam­ein­ast á ný og tök­um að okk­ur börn sem misst hafa for­eldra sína. Við veit­um börn­um áfalla­hjálp og hlú­um að geð­heilsu þeirra eft­ir þær miklu hörm­ung­ar sem þau hafa upp­lif­að. Gefðu stakt framlag hér.

Úkraína

Neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. (Styrkja hér
Sjá líka: Svona nýtist framlag þitt

Malaví

Fjölskylduefling í Ngabu nær beint til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem fá ekki grunnþörfum sínum mætt vegna bágra aðstæðna foreldra þeirra eða forráðamanna. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.

Rúanda

Fjölskylduefling í Gicumbi héraði þar sem skjólstæðingar eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.

Eþíópía

Fjölskylduefling í Tulllu Moye. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og að standa á eigin fótum með SOS-fjölskyldueflingu. Þú getur tekið þátt með því að gerast SOS-fjölskylduvinur.

Haítí

Söfnun er lokið fyrir neyðaraðstoð við Haítí eftir jarðskjálfta í ágúst 2021 en þörfin fyrir stuðning er þó enn til staðar og verður áfram um ókomin ár. Til að styðja við SOS Barnaþorpin á Haítí er mælt með að gerast „SOS-foreldri allra barna“ í SOS barnaþorpunum á Haítí. (Gerast SOS-foreldri) Athugaðu að skrifa „Haítí" í athugasemdadálkinn.

Tógó

Verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. 56% stúlkna í Tógó eru fórn­ar­lömb kyn­ferðs­legr­ar misneyt­ing­ar og 17,3% stúlkna verða barns­haf­andi fyr­ir 18 ára ald­ur. (Söfnun lokið)

Sómalía og Sómalíland

Atvinnuhjálp ungs fólks. Verk­efn­ið nefn­ist „The Next Economy“ snýst um að þjálfa ungt at­vinnu­laust fólk til at­vinnu­þátt­töku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðr­um og/eða stofn­að sinn eig­in at­vinnu­rekst­ur. (Söfnun lokið)

Þeir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi sem greiða stök framlög og valkröfur í heimabanka taka m.a. þátt í fjármögnun þessara og sambærilegra verkefna. Fleiri verkefni eru í undirbúningi og verða þau birt hér. Smelltu á textann til að lesa nánar um verkefnin.