Fréttayfirlit 17. ágúst 2022

Svona nýtist framlag þitt í Úkraínu og nágrenni

Svona nýtist framlag þitt í Úkraínu og nágrenni

Nú er hálft ár að verða liðið síðan neyðarsöfnun SOS hófst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Alls um 13,4 milljónir króna hafa verið greiddar í neyðarsöfnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi vegna neyðaraðgerða SOS í Úkraínu. Við viljum þakka innilega fyrir þennan stuðning sem gerir SOS Barnaþorpunum kleift að halda úti víðtækri aðstoð við varnarlaus börn og barnafjölskyldur í Úkraínu og flóttafjölskyldur í nágrannalöndum. 

Hvað verður um framlagið þitt?

Að venju upplýsum við styrktaraðila um hvað verður um framlög þeirra og hvernig þeim er ráðstafað. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi senda allt söfn­un­ar­fé óskert til al­þjóða­sam­taka SOS í Aust­ur­ríki þar sem 5% verð­ur eft­ir í um­sýslu eins og venja er. Allt söfn­un­ar­fé fer eft­ir ör­ugg­um fjár­mála­leið­um inn­an SOS Barna­þorp­anna sem eru með starf­semi í öll­um þeim lönd­um þar sem neyðaraðstoð SOS fer fram vegna stríðsins og áhrifa þess.

Söfnunarfé stendur í 13,4 milljónum

Í dag hafa alls um 13,4 milljónir króna verið greiddar í neyðarsöfnun SOS á Íslandi vegna neyðaraðgerða SOS í Úkraínu og nágrannalöndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi bæta 5 milljónum króna við söfnunarfé frá almenningi og stendur heildarupphæðin því í 18,4 milljónum króna í dag. Þessi upphæð hækkar svo enn frekar eftir því sem fleiri greiða kröfur í heimabanka sem stofnaðar voru þegar viðkomandi gáfu vilyrði fyrir framlagi.

SOS Barnaþorpin í Rúmeníu hafa tekið vel á móti flóttafjölskyldum og á þessari mynd er fyrsta fjölskyldan frá Úkraínu sem kom til SOS í Rúmeníu. SOS Barnaþorpin í Rúmeníu hafa tekið vel á móti flóttafjölskyldum og á þessari mynd er fyrsta fjölskyldan frá Úkraínu sem kom til SOS í Rúmeníu.

Hvernig við hjálpum

SOS í Úkraínu heldur áfram að veita þeim þjónustu sem verða fyrir áhrifum af stríðinu og hefur ráðið fjölda starfsfólks á síðustu mánuðum. Álagið á starfsfólk er mikið og er því m.a. veittur sálrænn stuðningur. Ástandið breytist oft fyrirvaralaust og starfsemi SOS tekur því sífelldum breytingum.

Hjálparstarf SOS Barnaþorpanna miðar ávallt fyrst og fremst að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Mikill fjöldi flóttafólks hefur streymt til nágrannalanda þar sem SOS Barnaþorpin hafa sett upp örugg svæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Flestir sem við hjálpum eru þó enn í Úkraínu.

  • 65.011 - skráðir skjólstæðingar sem SOS hefur hjálpað
  • 60.615 - þeirra eru í Úkraínu
  • 4.396 - eru í nágrannalöndum

Neyðaraðstoð SOS felur í sér m.a.

  • vatns- og mataraðstoð
  • framfærslustyrkir
  • áfallahjálp og önnur sálfræðiaðstoð
  • aðgengi að heilbrigðisþjónustu
  • skólahald
  • félagslegir þættir
  • sumarbúðir
  • barnvæn svæði
  • aðstoð við búsetuúrræði og innanstokksmuni
  • aðstoð við atvinnuleit
  • séraðstoð við einstæðar mæður
  • lögfræðiaðstoð
  • túlkaþjónusta
  • internet
  • og margt fleira

Mikil mannúðarþörf

Öll börn á framfæri SOS í Úkraínu eru heil á húfi en mannúðarþörfin er mikil og talið er að um 17,7 milljónir manna í landinu þurfi hjálp. Margir eru í bráðri þörf fyrir matar- og framfærsluaðstoð og búa við skort á vatni og hreinlætisaðstöðu.

Söfnunarfé SOS nýtist ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í 14 öðrum löndum sem hafa boðið flóttafólk frá Úkraínu velkomið, þar sem SOS Barnaþorpin eru með innanlandsstarfsemi. Flestar fjölskyldur hafa farið til Ungverjalands og Póllands.

SOS veitir börnum stuðning við að viðhalda menntaþroska sínum. Skólahald hefur riðlast í Úkraínu og haft áhrif á 5,7 milljónir barna á skólaaldri. SOS veitir börnum stuðning við að viðhalda menntaþroska sínum. Skólahald hefur riðlast í Úkraínu og haft áhrif á 5,7 milljónir barna á skólaaldri.

Skólahald riðlast hjá 5,7 milljónum barna

Skólahald hefur riðlast í Úkraínu og haft áhrif á 5,7 milljónir barna á skólaaldri, þ.m.t. 3,6 milljónir barna vegna lokunar menntastofnana. SOS veitir börnum stuðning við að viðhalda menntaþroska sínum. Börn fá einnig stuðning frá SOS við þátttöku í afþreyingu og streitulosandi starfsemi sem auðveldar félagslega þátttöku þeirra með ýmsum samfélagslegum verkefnum.

SOS til staðar í Úkraínu í 20 ár

SOS Barnaþorpin hafa hjálpað varnarlausum börnum og fjölskyldum í Úkraínu í 20 ár. Við vorum því til staðar þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og gátum brugðist við strax. Börn og fósturfjölskyldur á framfæri SOS voru flutt á örugg svæði, ýmist innan Úkraínu eða til nágrannalanda, og í framhaldinu gat SOS sinnt enn útbreiddari neyðaraðstoð.

Neyðarsöfnun SOS á Íslandi vegna ástandsins í Úkraínu stendur enn yfir. Við erum í Úkraínu og verðum þar áfram.

Neyð í Úkraínu

Neyð í Úkraínu

Neyð í Úkraínu

Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni.

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði