Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

— Nánar
Gerast barnaþorpsvinur

Gerast barnaþorpsvinur

Sem Barnaþorpsvinur styrkir þú eitt ákveðið SOS barnaþorp með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Framlagið er nýtt í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.

Styrkja
Gerast SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur aðstoðar þú sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis. Þannig kemurðu í veg fyrir að börnin verði vanrækt og yfirgefin. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega fréttir, sögur og myndefni af barnafjölskyldunum sem þú hjálpar.

Styrkja
Gefa stakt framlag

Gefa stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Styrkja
85%
Að jafnaði renna 85% fjárframlaga til styrkþega

Aðeins um 15% af fara í umsýslu og öflun nýrra stuðningsaðila

9.172 styrktarbörn Íslendinga
21.694 Íslendingar styrktu SOS árið 2022
68.000 börn og ungmenni í barnaþorpum
Nánar
Minningarkort SOS

Minningarkort SOS

Hægt er að heiðra minningu látins vinar eða ættingja á fallegan hátt með því að senda peningagjöf til styrktar SOS Barnaþorpunum. Minningarkortið er sent á heimilsfang ættingja/vina hins látna og gjöfin verður skráð í nafni hans. Allar minningargjafir renna óskertar til uppbyggingarstarfs SOS Barnaþorpanna.

Nánar