
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu. Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi. Og þú færð endurgreiðslu frá Skattinum.
Mánaðarlegt framlag

Gerast SOS fjölskylduvinur
Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Gjafabréf
Ertu að leita að gjöf fyrir einhvern sem vantar ekkert? Gjafabréf SOS heldur áfram að gefa og nauðstödd börn njóta góðs af. Þú ræður upphæðinni og andvirði gjafabréfsins er framlag til SOS Barnaþorpanna í nafni þess sem fær gjafabréfið.

Gefa stakt framlag
Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!
Að jafnaði renna 85% fjárframlaga til styrkþega
Aðeins um 15% framlaga fara í umsýslu
Sögur
Sjá allar sögur
Tengdamamma táraðist og mamma fékk gæsahúð
Þórdís Kolbrún fór í vinnutengda ferð í SOS barnaþorp í Malaví en vissi ekki fyrr en seinna að styrk...

Ég fyllist sorg og hugsa mikið til þeirra
Hera Björk Þórhallsdóttir, vegjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, heimsótti SOS barnaþorp b...

Mægðin sameinuð á ný
Tamrat er 15 ára strákur í borginni Jimma í Eþíópíu sem var yfirgefinn þegar hann var fjögurra ára. ...

Dagur í lífi SOS-barns
Nani er 11 ára og var fyrsta barnið sem flutti inn í SOS barnaþorpið í Blantyre í Malaví eftir að þa...
Vefverslun
Sjá allar vörur
Jólaköngull (10 stk)
Jólakort: 2022 (10 kort saman)
Hönnuður: Elsa Nielsen,
stærð 13,5 x 13,5.
„Gleðileg jól“ í upphleyptri áletrun. Umslög fylgja.
Hægt er að kaupa stakt kort á kr. 400.- á skrifstofu okkar.

Jólaskór (10 stk)
Jólakort 2019 (10 kort saman)
Hönnuður: Elsa Nielsen,
stærð 13,5 x 13,5.
„Gleðileg jól“ í upphleyptri áletrun. Umslög fylgja.
Hægt er að kaupa stakt kort á kr. 400.- á skrifstofu okkar.

Flóttabangsinn
Með kaupum á flóttabangsanum hjálpar þú flóttabörnum að aðlagast nýjum aðstæðum og veitir þeim tækifæri á menntun og betra lífi.

Andlit Afríku
Bókin „Andlit Afríku - einn á hjóli í Afríku“ er gjöf frá Hringfaranum, styrktarsjóði. Allt söluandvirði bókarinnar rennur óskert til SOS Barnaþorpanna.
Fréttir
Sjá allar fréttir
Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...

SOS á Íslandi sendir 10 milljónir í neyðaraðgerðir
SOS Barnaþorpin í Ísrael og Palestínu hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í barnaþorpum eru heil á húfi. Því miður hefur orðið mannfall meðal skjólstæðinga í fjölskyldueflingu ...

Minningarkort SOS
Hægt er að heiðra minningu látins vinar eða ættingja á fallegan hátt með því að senda peningagjöf til styrktar SOS Barnaþorpunum. Minningarkortið er sent á heimilsfang ættingja/vina hins látna og gjöfin verður skráð í nafni hans. Allar minningargjafir renna óskertar til uppbyggingarstarfs SOS Barnaþorpanna.
Nánar