
SOS Foreldri
Já, ég vil bjarga barni!
SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Gerast barnaþorpsvinur
Sem Barnaþorpsvinur styrkir þú eitt ákveðið SOS barnaþorp með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Framlagið er nýtt í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.

Gerast fjölskylduvinur
Sem Fjölskylduvinur styrkir þú Fjölskyldueflingu SOS með föstu mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Þannig hjálparðu barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum og dregur úr hættunni á aðskilnaði barna og foreldra. Framlag þitt 66-faldast.

Gefa stakt framlag
Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!