Fram til þessa hafa SOS Barnaþorpin sett upp um 73 heilsugæslustöðvar utan Evrópu í þeim tilgangi að hjálpa því fólki sem hefur lítinn eða engan aðgang að heilsugæsluaðstoð.
Markmið SOS heilsugæslustöðvanna er að auka gæði heilsugæslunnar á hverju svæði, vinna að forvörnum með bólusetningum og fræðslu, draga úr ungbarnadauða, að fæða vannærð börn og veita skyndihjálp.