Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

— Nánar

Mán­að­ar­legt fram­lag

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Styrkja
SOS neyðarvinur

SOS neyðarvinur

SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í Palestínu, Líbanon Úkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.

Styrkja
Gjafabréf

Gjafabréf

Ertu að leita að gjöf fyrir einhvern sem vantar ekkert? Eða bara síðbúinni gjöf sem þú vilt lauma með í pakkann? Gjafabréf SOS heldur áfram að gefa og nauðstödd börn njóta góðs af. Þú ræður upphæðinni sem rennur í eitt af verkefnum okkar í þágu velferðar barna. Kaupendur gjafabréfa fá þau send samstundis í tölvupósti.

Styrkja
85%
85% fjárframlaga SOS-foreldra renna til barnanna

Aðeins um 15% framlaga fara í umsýslu

8.698 styrktarbörn Íslendinga
10.649 SOS foreldrar, fjölskylduvinir og neyðarvinir
21.712 Íslendingar styrktu SOS 2024
Nánar
Minningarkort SOS

Minningarkort SOS

Hægt er að heiðra minningu látins vinar eða ættingja á fallegan hátt með því að senda peningagjöf til styrktar SOS Barnaþorpunum. Minningarkortið er sent á heimilsfang ættingja/vina hins látna og gjöfin verður skráð í nafni hans. Allar minningargjafir renna óskertar til uppbyggingarstarfs SOS Barnaþorpanna.

Nánar