SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.
Mánaðarlegt framlag
Neyð í Súdan
Hungursneyð ríkir í Súdan! Taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna og hungursneyðar í Súdan.
Yfir 100 manns deyja daglega úr hungri. Milljónir líða næringarskort. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur. Veldu þá styrktarleið sem hentar þér. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)
SOS foreldri barna á Gaza
Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa og fer þeim nú fjölgandi. Einnig er hægt að greiða stakt framlag í neyðarsöfnun SOS.
Gerast SOS fjölskylduvinur
SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.