
SOS foreldri
SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt.Þú færð reglulega fréttir og myndir af barninu þínu.

SOS barnaþorpsvinur
Sem Barnaþorpsvinur styrkir þú eitt ákveðið SOS barnaþorp með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Framlagið er nýtt í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.
Mánaðarlegt framlag

Stakt framlag
Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að fjármagna fjölmörg verkefni í þágu barna!

Erfðagjöf
Erfðagjafir hafa gert samtökunum kleift að hjálpa mun fleiri munaðarlausum og yfirgefnum börnum en ella. Sá sem gefur erfðagjöf tekur sjálfur ákvörðun um ráðstöfun eigna sinna í stað þess að eftirláta öðrum þá ákvörðun.

Minningarkort SOS
Hægt er að heiðra minningu látins vinar eða ættingja á fallegan hátt með því að senda peningagjöf til styrktar SOS Barnaþorpunum. Bæði er hægt að panta minningarkortin í síma 564-2910 eða með því að fylla út reitina hér.

Gjafabréf
Viltu gleðja vini eða ættingja og leyfa nauðstöddum börnum að njóta góðs af? Þú ræður upphæðinni og andvirði gjafabréfsins er framlag til SOS Barnaþorpanna í nafni þess sem fær gjafabréfið.