
Tugir þúsunda barna á Gaza hafa misst annað eða báða foreldra sína í stríðinu sem stendur þar yfir. Neyðin á Gaza er nú orðin slík að ljóst er að efla þarf starfsemi SOS Barnaþorpanna í Palestínu til lengri tíma. Með því að gerast SOS-foreldri barna á Gaza gerist þú mánaðarlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins í Rafah.
Sjálft barnaþorpið í Rafah var eyðilagt í árásum en reksturinn heldur engu að síður áfram með umönnun barna í tjaldbúðum á Gaza og í barnaþorpinu í Bethlehem á Vesturbakkanum.
Þegar þú gerist SOS-foreldri barna á Gaza færðu regluleg upplýsingabréf í tölvupósti frá okkur um ástandið hjá börnunum. Þegar aðstæður leyfa hjá SOS í Palestínu færðu svo tvö bréf á ári þaðan.
Sjáðu líka: Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

SOS foreldri barna á Gaza
SOS foreldri barna á Gaza
Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem eru á framfæri barnaþorpsins og fer þeim nú fjölgandi.