Skilmálar og skilyrði

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir styrktarsíður og vefverslun SOS Barnaþorpanna. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur eða gerist styrktaraðili með mánaðarlegu- eða stöku framlagi á www.sos.is

Skilgreining

Seljandi er SOS Barnaþorpin, kt. 500289-2529. SOS Barnaþorpin eru félagasamtök með skrifstofu í Hamraborg 1, 200 Kópavogi. Símanúmer samtakanna er +354-564-2910.

Hægt er að styðja SOS Barnaþorpin með mánaðarlegu- og stöku framlagi, með kaupum á gjafabréfi og á minningarkorti. Auk þess er hægt að styrkja starfið með því að kaupa vörur í vefverslun eða á skrifstofu samtakanna. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um vefverslun SOS Barnaþorpanna biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á sos@sos.is.

Þeir sem velja að styrkja starf SOS Barnaþorpanna með mánaðarlegu framlagi geta dregið úr eða stöðvað stuðning hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á sos@sos.is eða með því að heyra í okkur í síma +354-564-2910.

Sért þú undir 18 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur reglur SOS Barnaþorpanna áður en þú styrkir samtökin með mánaðarlegu framlagi. Sért þú undir 16 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur reglur SOS Barnaþorpanna áður en þú styrkir samtökin með stöku framlagi, kaupum á gjafabréfi, minningarkorti eða með því að kaupa vöru í vefverslun.

SOS Barnaþorpin áskilja sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara og eru öll verð á síðunni birt með fyrirvara um prentvillur. Áskilinn er réttur til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þá er áskilinn réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending á vöru úr vefverslun

Þegar þú verslar í vefverslun SOS Barnaþorpanna getur þú valið á milli þess að sækja á skrifstofu eða fengið pöntunina þína senda með Íslandspósti. Allar pantanir eru afgreiddar í síðasta lagi næsta virka dag eftir pöntun.

Þegar þú velur að sækja getur þú nálgast pöntunina þína á skrifstofu samtakanna, næsta virka dag eftir klukkan 12:00, endurgjaldslaust gegn framvísun á sölunótu.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. SOS Barnaþorpin bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá SOS Barnaþorpunum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Einungis er hægt að fá vörur póstsendar innan Íslands.

Force majeure

Ófyrirsjáanlegar aðstæður geta tafið afgreiðslu pantana.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Við sendum allar vörur í vefverslun með Íslandspósti og er sendingakostnaður fyrir smærri sendingar 210 kr. og stærri sendingar 900 kr. Kostnaður við póstsendingu er tekinn fram áður en pöntun er kláruð í vefverslun.

Þegar um ræðir stuðning með mánaðarlegu framlagi kemur fram hvert er mánaðarlegt framlag áður en kaupandi staðfestir mánaðarlegan stuðning sinn við samtökin. Heildarkostnaður er því ekki tiltekin enda geta stuðningsaðilar hvenær sem er óskað eftir því að hætta mánaðarlegum stuðningi með því að hringja í síma +354- 564-2910 eða senda tölvupóst á sos@sos.is

Að skipta og skila vöru

Hægt er að skila vörum sem keyptar eru til styrktar starfi samtökunum ef þeim er skilað innan 14 daga frá kaupdegi gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Ekki er veitt endurgreiðsla fyrir veitt framlög eða stuðning annan en vörur til styrktar starfi samtakanna.

Réttur neytenda til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

Trúnaður og öryggi

SOS Barnaþorpin heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin og/eða stuðninginn. Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Við höfum tekið upp sérstakar reglur og skilmála varðandi friðhelgi sem setur okkur mörk varðandi söfnun, geymslu og notkun á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur, persónuverndaryfirlýsingu má finna hér. Það kann að vera að persónuverndaryfirlýsingin okkar verði uppfærð svo við hvetjum þig til að kíkja á hana með reglulegu millibili. Við deilum upplýsingum einungis með þriðja aðila þegar til staðar er vinnslusamningur þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað. Við kunnum að deila upplýsingum um þig með eftirfarandi aðilum:

  • SOS Children´s Villages International.
  • Þjónustufyrirtækjum sem koma fram fyrir okkar hönd.
  • Sérfræðingum okkar s.s. lögfræðingum, endurskoðendum og ytri ráðgjöfum.
  • Skattinum (vegna heimildar einstaklinga til frádráttar á skattskyldum tekjum).

Lög og varnarþing 

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.