Félagsaðild

Allir einstaklingar sem styrkja mánaðarlega starf samtakanna, og hafa gert í a.m.k. sex mánuði, geta orðið félagar í samtökunum séu þeir ekki í vanskilum með styrktarframlög sín. Stjórn samtakanna fer yfir umsóknir og samþykkir ef umsækjandi uppfyllir skilyrðin.

ATH! Mánaðarlegir styrktaraðilar eru SOS-foreldrar, Barnaþorpsvinir og Fjölskylduvinir. Greiðsla á valkröfum í heimabanka telst ekki til mánaðarlegrar skuldbindingar.

Félagar fá boð á aðalfundi samtakanna. Þeir geta boðið sig fram til stjórnarsetu, kosið til stjórnar og um lagabreytingatillögur.

Félagar eiga rétt á ársskýrslu samtakanna, reikningum, fundargerðum aðalfundar og gildandi samþykktum.

Nánar um réttindi og skyldur félaga í samþykktum SOS Barnaþorpanna.

Félagsaðild

Skrá mig sem félaga í SOS Barnaþorpunum

Félagar greiða félagsgjald og eiga rétt á að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar

Árgjald:
Ég vil greiða með