Fréttayfirlit 24. febrúar 2022

Börn og fjölskyldur flutt til vestur Úkraínu

Börn og fjölskyldur flutt til vestur Úkraínu

Eins og þú hefur eflaust tekið eftir í fréttum réðist rússneski herinn inn í Úkraínu í nótt og hafa sprengjuárásir verið gerðar um nánast allt landið. Á upplýsingafundi með framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpanna í Úkraínu kom fram að eftir því sem best er vitað séu allir skjólstæðingar SOS Barnaþorpanna, börn og starfsfólk, heil á húfi en ástandið er þó viðkæmt og grafalvarlegt.

Flúðu í sprengjubyrgi hjá barnaþorpinu

SOS barnaþorp er í bænum Brovary í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs þar sem sprengjuárás var gerð í morgun og allir sem þar voru komust í skjól í sprengjubyrgi. Barnaþorpið hefur nú verið rýmt. Um 80 börn og fjölskyldur þeirra í Luhanks héraði í austurhluta landsins hafa verið flutt um set til vestur Úkraínu til að tryggja öryggi þeirra og draga úr hættunni á að þau upplifi ótta og kvíða.

SOS í Rússlandi og Úkraínu í sama liði

„Við upplifum okkur algerlega hjálparlaus. Forgangsmál okkar núna eru að vernda eins mörg börn og við getum," segir Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu. „Ég er í nánu sambandi við SOS Barnaþorpin í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Við erum í sama liði - í liði með börnunum. Við munum halda áfram að vernda börnin fyrir hryllingi stríðsins."

50 Íslendingar styrkja börn í Úkraínu

50 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með fósturfjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum sem studdar eru af SOS Barnaþorpunum og eru undir eftirliti samtakanna og á ábyrgð þeirra.

Starfsemi SOS í Úkraínu

Starfsemi SOS Barnaþorpanna í Úkraínu hófst árið 2003 með fjölskyldueflingu og árið 2010 var barnaþorp sett á laggirnar í Brovary sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs. Árið 2012 hófst svo starfsemi SOS í Lugansk í austurhluta Úkraínu. Starfsemin er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna.

Neyðaraðstoð frá Íslandi

Áætlað er að á þriðja milljón Úkraínumanna muni leggja á flótta eða verða á vergangi í heimalandi sínu. Ljóst er að SOS Barnaþorpin í Úkraínu munu þurfa mikla aðstoð á næstunni og eru landssamtök SOS víða um heim að undirbúa söfnun. Þó börn og starfsfólk SOS hafi ekki orðið fyrir líkamstjóni er fólk í áfalli og mun SOS m.a. veita sálræna aðstoð.

Stjórn SOS á Íslandi hefur þegar ákveðið að leggja til 5 milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu og á morgun föstudag hefjum við formlega neyðarsöfnun þar sem almenningi gefst kostur á að leggja sitt af mörkum.

Við höldum áfram að fylgjast með þróun mála.

Nýlegar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó
26. feb. 2024 Almennar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó

Bersýnilegur árangur hefur náðst í íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, fjölgað slíkum málum á ...

Fékkstu sím­tal frá SOS?
20. feb. 2024 Almennar fréttir

Fékkstu sím­tal frá SOS?

Nú í febrúar 2024 eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu. Haf­ir þú hins veg­ar feng­ið sím­tal „frá okk­ur" sem þér f...