Neyðaraðgerðaáætlun SOS Barnaþorpanna í Úkraínu

Fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök eru að störfum í Úkraínu að hjálpa íbúum landsins og reynir á sérstöðu allra þeirra samtaka. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu frá árinu 2003. Við erum þar nú og verðum áfram.
Neyðaraðgerðaáætlun SOS
- SOS Barnaþorpin styðja við 177 börn og fjölskyldur þeirra sem heyra undir starfsmi SOS,
- 64.000 börn sem búa hjá fósturforeldrum eða ættingjum
- og 98 þúsund börn í heimavist eða á munaðarleysingjaheimilum.
162.000 börn búa hjá öðrum en foreldrum sínum
Aðstoð SOS nær ekki aðeins til barna í umsjá SOS Barnaþorpanna. Í Úkraínu eru enn mörg ríkisrekin munaðarleysingjaheimili. Eftir að Rússar réðust inn í landið eru þessi heimili í mikilli óvissu og enginn veit hvort eða hvenær næsta matarsending berst. SOS Barnaþorpin í Úkraínu hafa verið og eru í viðræðum við slíkar stofnanir um aðstoð.
Fyrir stríðið í Úkraínu bjuggu 162.000 börn annars staðar en hjá foreldrum sínum, t.d. hjá fósturforeldrum eða á munaðarleysingjaheimilum. Ef átök halda áfram í landinu, má búast við að mun fleiri börn verði foreldralaus og þurfi á slíkum umönnunarúrræðum að halda.
7,5 milljónir úkraínskra barna eru í bráðri hættu og þurfa fullan stuðning allrar heimsbyggðarinnar. Dereje Wordofa, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna

Áfallahjálp og neyðarflutningar
Undanfarna daga hafa staðið yfir neyðarflutningar á vegum SOS á börnum og fósturforeldrum þeirra til nágrannalandanna, að stærstum hluta til Póllands. Starfsfólk okkar í Úkraínu reynir að hafa fjarskiptasamband við allar barnafjölskyldur sem heyra undir verkefni SOS en það verður sífellt erfiðara.
Áfallahjálp er stór hluti af starfsemi SOS í Úkraínu. Stríðsátökin reyna ekki bara verulega á sálarlíf almennings heldur hafa þau tekið stóran toll af starfsfólki okkar líka. 60% starfsfólks SOS Barnaþorpanna í Úkraínu eru á átakasvæðum en því fer fækkandi með degi hverjum þar sem flestir hafa verið að færa sig til öruggari svæða í vesturhluta landsins.

Örmagna og hrædd
Álagið á þetta starfsfólk er allt að því ómanneskjulegt. „Allir eru heilir á húfi en starfsfólkið og fjölskyldurnar á okkar vegum eru að ganga í gegnum miklar sálarkvalir, þau eru örmagna og hrædd. Ég er hræddur," segir framkvæmdastjóri SOS í Úkraínu, Serhii Lukashov.
Ástandið í Úkraínu breytist hratt dag frá degi og við munum halda áfram að upplýsa um framvindu mála er snýr að SOS Barnaþorpunum hér á heimasíðu okkar eftir því sem þurfa þykir.
Undir merkinu Innrás í Úkraínu á vef Ríkisútvarpsins má lesa allar nýjustu fréttir af ástandinu í landinu.
Neyðarsöfnun
Neyðarsöfnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi stendur yfir og getur almenningur lagt henni lið hér.
í meðfylgjandi myndbandi má sjá Lukashov lýsa ástandinu í landinu, og hvað starfsemi SOS varðar, tæpri viku eftir innrás Rússa.
Nýlegar fréttir

SOS barnaþorpið á Gaza rústir einar
SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza hefur hefur verið jafnað við jörðu og er rústir einar. Öll hús eru gereyðilögð og ljóst er að langur tími um Þetta kom í ljós á mánudag, 20. janúar, þegar starfsfólk SO...

SOS í Úkraínu: „Það er í lagi með okkur“
SOS Barnaþorpin í Úkraínu hafa hjálpað alls 426 þúsund manns í neyðaraðgerðum sínum eftir innrás Rússa fyrir nærri þremur árum. Aðgerðir SOS í þágu úkraínskra barna og fjölskyldna þeirra eru fjármagna...