Gerast fjölskylduvinur

Framlagið margfaldast

Framlög til fjölskyldueflingar SOS margfaldast á þeim svæðum þar sem við hjálpum. Á fætækustu svæðum heims er margföldunin 66-föld og þaðköllum við félagslega arðsemi. Langtímaáhrifin eru m.a. þau að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og standa á eigin fótum. Það hefur svo jákvæð keðjuáhrif á nærsamfélagið og innviði þess.

Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 719 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna. SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni, í Eþíópíu, Malaví og Rúanda.

Hér geta Fjölskylduvinir nálgast sögur, fréttir og upplýsingar um Fjölskyldueflinguna.

Fréttir og sögur úr fjölskyldueflingu

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur aðstoðar þú sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis. Þannig kemurðu í veg fyrir að börnin verði vanrækt og yfirgefin. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega fréttir, sögur og myndefni af barnafjölskyldunum sem þú hjálpar.

Mánaðarlegt framlag
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.