Gerast fjölskylduvinur

Ávinningurinn fyrir samfélagið er 66-faldur.

Mánaðarlegt 1.000 kr. framlag er jafnvirði 66 þúsund króna. Það eru útreiknuð langtímaáhrif af því að fjölskyldurnar fara að afla sér tekna og standa á eigin fótum. Keðjuáhrifin styrkja nærsamfélagið og innviði þess.

SOS á Íslandi fjármagnar eitt fjölskyldueflingarverkefni, í Eþíópíu, þar sem skjólstæðingar okkar eru um 1600 manns, börn, ungmenni og foreldrar þeirra. Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 580 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna.

Hér geta Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna nálgast fréttir og upplýsingar um Fjölskyldueflingu samtakanna.

Upplýsingasvæði fyrir Fjölskylduvini
Að gerast SOS-fjölskylduvinur

Fjölskylduvinir styrkja Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og aðstoða þannig sárafátækar fjölskyldur í leið sinni að sjálfbærni og sjálfstæði. Fjölskylduvinir greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali. Þeir fá fréttablað SOS þrisvar á ári og reglulegan fréttapóst af starfi fjölskyldueflingarinnar.

Hvað er fjölskylduefling SOS?

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur svo þær getið staðið á eigin fótum, gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna. Fjölskylduefling SOS hefur forðað milljónum barna frá aðskilnaði við foreldra sína sem áður gátu ekki framfleytt börnunum sínum.

SOS fjölskylduvinur

Gerast fjölskylduvinur

Sem Fjölskylduvinur styrkir þú Fjölskyldueflingu SOS með föstu mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Þannig hjálparðu barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum og dregur úr hættunni á aðskilnaði barna og foreldra. Framlag þitt 66-faldast.

Mánaðarlegt framlag
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.