Fyrir SOS-fjölskylduvini

Hér geta SOS-fjölskylduvinir nálgast allar fréttir og upplýsingar um verkefni okkar. SOS-fjölskylduvinir eru þeir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna sem styrkja fjölskyldueflingu SOS. Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna.

Þessi verkefni fyrirbyggja að börn missi foreldraumsjón. Skjólstæðingar okkar eru börn, ungmenni og foreldrar þeirra. SOS á Íslandi fjármagnar fjölskyldueflingu í Eþíópíu, Malaví og í Rúanda.

Framlag þitt margfaldast

SOS-fjölskylduvinir greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali sem 66-faldast á fátækustu verkefnasvæðunum eins og í Eþíópíu og Malaví. Það má því segja að eitt þúsund króna framlag jafngildi 66 þúsund krónum. Ávinninningurinn af stuðningi við fjölskyldueflinguna er því afar mikill fyrir samfélagið.

Fjölskylduefling SOS

Eldri fréttir

Fjölskylduefling Sögur

Allar sögur