Fréttayfirlit 16. janúar 2024

360 barnafjölskyldur í Eþíópíu lausar úr viðjum sárafátæktar

360 barnafjölskyldur í Eþíópíu lausar úr viðjum sárafátæktar

Þau tímamót urðu nú um áramótin að verkefnalok urðu í Tulu-Moye fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem hófst árið 2018. Árangurinn var framar vonum á þessum fimm árum og tókst að losa 360 barnafjölskyldur úr viðjum sárafátæktar, alls 1130 börn og ungmenni auk foreldra þeirra.

Við tókum fyrstu skref­in með þessum fjölskyldum út úr sára­fá­tækt með þeim eflandi aðferðum sem hafa reynst vel í sambærilegum verkefnum víða um heim. Foreldrarnir í þessum fjölskyldum eru nú farnir að afla tekna sem þeir gerðu ekki áður, standa á eig­in fót­um og geta veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.

Tulu-Moye fjölskyldueflingin var starfrækt í smábænum Iteya sem liggur við þjóðveg en náði einnig til fjölskyldna í Tero Moye sem er sveit í nágrenninu.

Zemzen ásamt eiginmanni sínum og börnum. Zemzen rekur smáverslun og hefur af því tekjur f yrir fjölskylduna. Zemzen ásamt eiginmanni sínum og börnum. Zemzen rekur smáverslun og hefur af því tekjur f yrir fjölskylduna.

Verkefnið framlengt eftir Covid

Alls 560 fjölskyldur voru skráðar í upphafi verkefnisins og stóðu vonir til um að hægt yrði að útskrifa helming þeirra á verkefnatímanum sem upphaflega var til þriggja ára. Hins vegar setti kórónuveirufaraldurinn stórt strik í reininginn og var ákveðið að framlengja verkefnið um tvö ár eða út árið 2023.

Framlengingin gerði gæfumuninn og fyrir vikið tókst að rjúfa vítahring fátæktar hjá 64% þeirra fjölskyldna sem hófu þátttöku í verkefninu. „Þessi árangur er talsvert meiri en í öðrum verkefnum okkar í fjölskyldueflingu,“ segir Tadesse Abebe hjá SOS Barnaþorpunum í Eþíópíu.

Kostnaður við Tulu-Moye fjölskyldueflinguna er að stærstum hluta fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu. Framlögum SOS-fjölskylduvina er einnig varið í fjármögnun verkefna okkar í fjölskyldueflingu. SOS á Íslandi fjármagnar einnig slík verkefni í Malaví og Rúanda.

ATH! Ranglega var sagt í frétt okkar í júní 2023 að 560 fjölskyldur hefðu útskrifast úr fjölskyldueflingunni. Það hefur nú verið leiðrétt.

Hanna er 29 ára ein­stæð tveggja barna móð­ir. Hún rek­ur ásamt tveim­ur öðr­um ­mæðr­um smá­sjoppu og sal­arn­is­að­stöðu á um­ferð­ar­mið­stöð bæj­ar­ins Iteya. Hanna er 29 ára ein­stæð tveggja barna móð­ir. Hún rek­ur ásamt tveim­ur öðr­um ­mæðr­um smá­sjoppu og sal­arn­is­að­stöðu á um­ferð­ar­mið­stöð bæj­ar­ins Iteya.

Önnur fjölskylduefling í Eþíópíu

Við látum ekki deigan síga og höldum áfram vegferð okkar í að taka fyrstu skrefin með barnafjölskyldum út úr sárafátækt. Vinna er hafin við annað verkefni í Arba Minch sem er í sunnanverðri Eþíópíu. Þar munum við styðja við 635 börn og foreldra þeirra eða forrráðafólk og mun fjölskyldueflingin þar hafa óbein jákvæð áhrif á 11 þúsund íbúa á svæðinu.

Verkefnið er til þriggja ára og er áætlaður kostnaður þess rúmar 90 milljónir króna. Sem fyrr verður stærstur hluti hans fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu auk framlaga SOS-fjölskylduvina.

Hans Steinar upplýsingafulltrúi ásamt starfsfólki verkefnisins í Iteya. Hans Steinar upplýsingafulltrúi ásamt starfsfólki verkefnisins í Iteya.

Heimildamyndin „Föst í fátækt“

Árið 2017 framleiddu SOS Barnaþorpin heimildamynd um fjölskyldueflinguna í Tulu-Moye. Myndin færir okkur innsýn í líf fólksins í Iteya og Tero-Moye og er hægt að sjá hana á YouTube rás okkar.

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr