
Neyðarástand ríkir í Úkraínu eftir að rússneski herinn réðist inn í landið. Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra eiga um sárt að binda og eru á vergangi. Talið er að neyðin geti aukist til muna á næstunni. Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna fela í sér mannúðaraðstoð á borð við dreifingu helstu nauðsynja til barnafjölskyldna. Þannig munum við dreifa matvælum, lyfjum, hreinlætisvörum og öðrum nauðsynjum ásamt því að aðstoða börn sem orðið hafa viðskila við foreldra sína, að sameinast þeim á ný, svo dæmi séu tekin. Hluti þessarar aðstoðar mun fara fram meðal flóttamanna frá Úkraínu í nágrannalöndunum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að taka þátt í fjármögnun þessarar mannúðaraðstoðar. Neyðarsöfnun stendur nú yfir og hér getur þú tekið þátt í henni með stöku framlagi að eigin vali.
Viljir þú heldur styrkja neyðarsöfnun fyrir Úkraínu með millifærslu í banka eða heimabanka eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi:
0133-26-004266 (reikningsnúmer)
500289-2529 (kennitala SOS)
Einnig er hægt að styrkja með því að hringja í:
907 1001 (1.000 kr.)
907 1002 (2.000 kr.)
Neyð í Úkraínu
Neyð í Úkraínu
Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu.