Fréttayfirlit 14. mars 2022

Ný Fjölskylduefling í Rúanda

Ný Fjölskylduefling í Rúanda

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað nýrri fjölskyldueflingu í Rúanda. Þetta er fimmta fjölskyldueflingarverkefnið frá upphafi sem er á ábyrgð SOS á Íslandi. Undirbúningur hófst um sl. áramót og hefst verkefnið formlega í byrjun apríl n.k. Það er til fjögurra ára eða út árið 2025.

Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni. Markmið hennar er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína í sárafátækt með því að styðja fjölskyldurnar til fjárhagslegs sjálfstæðis. SOS á Íslandi rekur tvö önnur slík verkefni, eitt í Eþíópíu og annað í Malaví.

Verkefnasvæðið okkar er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa 12 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið okkar er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa 12 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi.

Hvar við hjálpum og hverjum

Verkefnið okkar í Rúanda er í Nyamiyaga hlutanum í Gicumbi héraði og eru skjólstæðingar þess um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Af 21 þúsund íbúum þessa svæðis búa yfir 6.200 þeirra við örbirgð. Þjóðarmorðin árið 1994 lögðu áður veikbyggða innviði landsins í rúst og glímir þjóðin enn við afleiðingar þeirra.

Fjögur SOS barnaþorp eru í Rúanda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið okkar er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa 12 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi.

Sjá líka: 39% búa við fátækt

Mikið ofbeldi gegn börnum

Yfirskrift verkefnisins er Uburumbuke Iwacu eða Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráðast á rót helstu vandamála sem ógna velferð barna á svæðinu og má þar helst nefna háa tíðni ofbeldis gegn börnum, vanrækslu, yfirgefin börn og sundrungu í fjölskyldum. Vandamálin sem verkefnið mun ráðast gegn eru m.a. örbirgð og vannæring, takmörkuð þekking á réttindum barna, færni í jákvæðu uppeldi, barnavernd, heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, kynjajafnrétti, vernd gegn HIV og kynbundið ofbeldi.

Svona hjálpum við

Fjölskylduefling SOS hefur verið í Rúanda í 15 ár og mun þetta verkefni okkar byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem þarna hefur skapast. Það sem skilar árangri í fjölskyldueflingu SOS er m.a. að

  • innleiða hugarfarsbreytingu,
  • efla þekkingu í fjármálum,
  • veita aðgengi að vaxtalausum lánum,
  • auka aðgengi að næringarríkum mat,
  • gera landbúnað sjálbæran,
  • hjálpa foreldrunum að koma á laggirnar tekjuaflandi rekstri
  • og síðast en ekki síst verknám sem hefur reynst sérstaklega árangursríkt í þessum verkefnum.

Eins og í öllum verkefnum á vegum SOS er rík áhersla lögð á valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti. Þolendum kynbundins ofbeldis er veitt sálfræði- og lögfræðiþjónusta.

Fjármögnun

Fjölskylduefling okkar í Rúanda er fjármögnuð af íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden að mestu leyti. Heimstaden fjármagnar fyrsta verkefnisárið að fullu en 90% síðustu þrjú árin. Mótframlag SOS er sem fyrr fjármagnað af styrktaraðilum, SOS-fjölskylduvinum. Heildarkostnaður þess er um 715.000 evrur.

Verkefnin okkar í Eþíópíu og Malaví eru að stærstum hluta fjármögnuð með stuðningi Utanríkisráðuneytisins en mótframlag SOS á Íslandi sem fyrr með framlögum SOS-fjölskylduvina.

Fimmta verkefnið hjá SOS á Íslandi

Þetta er fimmta fjölskyldueflingarverkefnið frá upphafi sem er á ábyrgð SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Við höfum áður verið með verkefni í Gíneu Bissá og Filippseyjum auk núverandi verkefna okkar í Rúanda, Eþíópíu og Malaví.

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.