Skattaafsláttur vegna framlaga til SOS

Á síðasta ári styrktu 22.399 Íslendingar hjálparstarf SOS Barnaþorpanna. Skattstofn þessara einstaklinga lækkar fyrir vikið um samtals 623 milljónir króna og eiga því margir von á endurgreiðslu frá Skattinum vegna framlaga til SOS.
Nú í lok mánaðarins verða framtöl einstaklinga aðgengileg á þjónustuvef Skattsins. Styrkupphæðir til SOS Barnaþorpanna munu vera forskráðar á framtölin (reitur 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu framtals) hjá styrktaraðilum og því þurfa þeir ekkert að gera annað en gleðjast yfir lægri skattstofni og væntanlegum endurgreiðslum.
Alls mun skattstofn þessara 22 þúsund Íslendinga lækka um 623 milljónir króna, eða að meðaltali um 28 þúsund krónur á mann.
Ef við tökum dæmi af styrktaraðila sem styrkti SOS Barnaþorpin um 4.000 á mánuði allt síðasta ár mun skattstofn hans lækka um 48.000 kr. Ef viðkomandi er launþegi á meðallaunum þýðir þetta að skattgreiðslur hans fyrir 2024 lækka um ca. 19.000 kr. og ef hann er ekki í skuld við Skattinn mun hann fá þá upphæð endurgreidda frá Skattinum.
Því hærri sem styrkurinn til SOS var á árinu, því hærri er endurgreiðslan.
Sjá nánar á vefsíðu Skattsins.
Nýlegar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...

Fékkstu símtal frá SOS?
Nú eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.