Veldu dagsetningu
Yfirlit

13. desember

Maria frá Kólumbíu

  

Kólumbía er eitt af stærstu löndum Suður-Ameríku. Kólumbíumenn selja mikið af kaffi, blómum, smarögðum, kolum og olíu til annarra landa. Það fá þó ekki allir að njóta góðs af þeim peningum sem landið fær vegna þessarar sölu og margar fjölskyldur í Kólumbíu eru mjög fátækar. En þó maður sé fátækur þýðir það ekki að maður geti ekki verið gott foreldri. Stundum þarf fullorðna fólkið bara smá aðstoð og stuðning. Komið með til Kólumbíu að hitta Mariu.

Umræðupunktar

  • Í myndbandinu sáuð þið hvernig Maria býr og hvernig hún leikur sér. Var það eitthvað líkt eða ólíkt því hvernig við búum hér á Íslandi og leikum okkur?
  • Mamma Mariu gat ekki verið henni góð mamma, en hvað þýðir eiginlega að vera góð mamma eða góður pabbi?
  • Haldið þið að Maria hafi það gott hjá frænku sinni? Hvernig getið þið séð að Lauru frænku þyki vænt um Mariu og að Mariu þyki vænt um litla barnið?
  • Í Kólumbíu er töluð spænska – Af hverju er það? Brasilía er eina landið í Suður-Ameríku þar sem spænska er ekki móðurmálið. Hvert er þeirra móðurmál og af hverju?

Stafarugl dagsins:
Hvað þarf að gera við kaffibaunirnar áður en þær verða að kaffi?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 3, 8 og 11