Veldu dagsetningu
Yfirlit

13. desember

Réttur barna til að segja sína skoðun

Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til að segja sína skoðun og að á þau sé hlustað. Við munum heimsækja Kedija, sem býr í barnaþorpi í Eþíópíu. Þar halda þau sitt eigið barnaþing þar sem börn, eins og Kedija, geta sagt sína skoðun.

Spurning dagsins

  • Hversu góð erum við í því að hlusta hvert á annað?
  • Hvernig viljum við að aðrir hlusti á okkur?
  • Fá nemendur að hafa áhrif á nám sitt í ykkar skóla?
  • Hvaða merkingu hefur það fyrir ykkur að hafa áhrif?

Verkefni dagsins

  • Skrifið niður, teiknið eða takið mynd af þeim stöðum, svæðum, viðfangsefnum eða verkefnum sem þið teljið að þurfi að laga betur að nemendum.
  • Útbúið veggspjald með myndum sem sýna tillögur ykkar um hvernig bæta megi skólann.
  • Nemendur bekkjarins gætu skipst á hugmyndum og komið sér saman um 10 mikilvægustu atriðin sem þyrfti að bregðast við og komið tillögum til nemendaráðs skólans eða annarra stjórnenda skólans.

Greinar dagsins

Grein 12 – Partur af rauða þræðinum. Fjallar um að börn eigi rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að hlusta og taka mark á þeim.

Grein 13 – Fjallar um að börn eigi rétt á að deila skoðunum sínum, vitneskju og líðan með öðrum með því að tala, teikna eða tjá sig á annan hátt, svo lengi sem það hefur ekki skaðleg áhrif á annað fólk.

Grein 14 – Fjallar um að börn eigi rétt á frjálsri hugsun og að velja sér trúarbrögð svo lengi sem það hindrar ekki aðra í að njóta réttinda sinna.

Grein 15 – Fjallar um að börn eigi rétt á að stofna sín eigin félög og hópa og þau mega hitta vini og félaga, svo lengi sem það brjóti ekki gegn réttindum annarra.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.