13. desember

Vísindatilraun

Egg geta verið í alls konar formi, harðsoðin, linsoðin, fljótandi, kringlótt og freyðandi. Það fer allt eftir því hvað við gerum við þau. En hvernig ætli egg líti raunverulega út í skelinni þegar það er hrátt? Við ætlum að komast að því.


Framkvæmd:

  • Setjið egg í sultukrukku.
  • Hellið út í krukkuna 7% ediki þannig að það hylji eggið.
  • Leyfið egginu að standa í krukkuni ásamt edikinu yfir nótt. Leggið lokið ofan á krukkuna en ekki skrúfa lokið fast á (vegna gasmyndunar).
  • Næsta dag ætti skurnin að vera horfin af egginu og nú getur þú haldið egginu upp að ljósi og séð eggjarauðuna.
  • Reyndu að snúa egginu varlega og sjá hvort eggjarauðan færist til.