13. desember

Að tilheyra

Í dag kynnumst við Sushmitu, 14 ára stelpu, sem býr í SOS Barnaþorpi í Nepal. Þar hefur hún búið síðan hún var sex ára. Sushmita og litli bróðir hennar fluttu í þorpið eftir að foreldrar þeirra létust og enginn annar ættingi var í aðstöðu til að sjá fyrir þeim.

Sushmitu fannst mjög erfitt að vera á nýjum stað hjá nýrri fjölskyldu. Hún saknaði foreldra sinna mikið. En smám saman aðlagaðist hún og kynntist SOS mömmu sinni og systkinum. Þegar það gerðist fannst Sushmitu hún tilheyra fjölskyldunni. Þegar manni finnst maður tilheyra einhverju líður manni betur, hvort sem það er að tilheyra vinahópi, í tómstundum eða í skóla.

Sushmitu finnst mjög skemmtilegt að búa til mómósur með fjölskyldunni sinni. Og svo eru þær líka svo góðar.

Umræðupunktar

  • Hvers vegna er mikilvægt að tilheyra einhverju? (fjölskyldu, vinahópi, öðrum hópum)
  • Hverju tilheyrið þið?
  • Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera með fjölskyldunni ykkar?
  • Hver er uppáhalds maturinn ykkar?
  • Hvaða rétt finnst ykkur skemmtilegt að elda/baka?

Stafarugl dagsins:

Hvað heitir stelpan sem við heimsóttum í dag? Bókstafur 1 fer í reit nr. 9 og bókstafur 2 fer í reit nr. 11