Veldu dagsetningu
20. desember
Lífið í barnaþorpunum
SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem einbeita sér að því að hjálpa munaðarlausum og yfirgefnum börnum auk þess að styðja við sárafátækar barnafjölskyldur til að koma í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum.
Samtökin starfa í 137 löndum, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Þau ná til yfir einnar milljónar barna, ungmenna og fullorðinna í gegnum meira en tvö þúsund verkefni.
Í dag fáum við að sjá svipmyndir úr starfi SOS Barnaþorpanna víðs vegar um heiminn.