Veldu dagsetningu
Yfirlit

20. desember

Systur frá Bosníu Hersegóvínu

   

Fyrir sjö árum fluttu systkinin Aida, Lenina og Daris inn til SOS-fjölskyldu og til SOS-mömmunnar Zejnu. Það var upphafið að nýju lífi, líka hjá SOS-mömmunni Zejnu. Stelpurnar tvær fæddust nefnilega báðar heyrnarlausar. Zejna þurfti að læra táknmál svo hún gæti talað við þær. 

Í myndbandinu fáið þið að sjá hvernig gengur hjá systrunum í SOS-barnaþorpinu.

Umræðupunktar

  • Kann einhver hér táknmál?
  • Sumir þeirra sem eru heyrnarlausir geta lesið af vörum – þeir horfa þá á munninn og geta séð hvaða orð viðkomandi er að segja. Prófið endilega hvort þið getið lesið af vörum hvert hjá öðru eða hvaða orð kennarinn er að segja. Hvernig gekk það?
  • Stelpurnar tvær upplifa stundum að þeim sé bannað að vera með því hin börnin halda að þær skilji ekki eða geti ekki fylgst með því sem er að gerast í leiknum. Er það sanngjarnt?
  • Haldið þið að það sé algengt að börn sem tala annað tungumál eða hafi einhverja fötlun upplifi sig útundan? Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að einhver upplifi sig útundan?