Veldu dagsetningu
Yfirlit

20. desember

Öll börn

Öll börn þurfa á öruggu og góðu heimili að halda til að þroskast eðlilega. Mörg börn í heiminum, líka á Íslandi, upplifa óöryggi, óstöðugleika og jafnvel hættu á hverjum degi. Þetta stutta myndband útskýrir á einfaldan hátt hvað SOS Barnaþorpin gera.

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem eru til staðar fyrir börn sem hafa misst eða eiga á hættu að missa foreldra sína. Samtökin styðja líka við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og efla þær til að standa á eigin fótum og koma þannig veg fyrir aðskilnað.

Sam­tök­in starfa í 138 lönd­um, óháð stjórn­mál­um og trú­ar­brögð­um. Þau ná til yfir einn­ar millj­ón­ar barna, ung­menna og full­orð­inna í gegn­um tæplega þrjú þús­und verk­efni.