9. desember

Mariella

Það getur verið erfitt að vera án foreldra sinna. Mariella frá Perú veit allt um það. Hún getur nefnilega ekki hitt foreldra sína alltaf þegar hún vill því báðir foreldrar hennar eru í fangelsi. Á meðan foreldrar hennar eru í fangelsi býr Mariella hjá SOS mömmu sinni Elsu. Hún fær reglulega að heimsækja foreldra sína og í dag er hún einmitt að fara í slíka heimsókn ásamt fleiri börnum úr barnaþorpinu.

Eitt af hverjum fjórum börnum sem búa í barnaþorpinu hennar Mariellu, búa þar vegna þess að foreldrar þeirra eru í fangelsi. Börn í Perú sem eiga foreldra í fangelsi eru fimm sinnum líklegri að lenda sjálf í fangelsi þegar þau verða eldri. En SOS Barnaþorpin eru í samstarfi við fangelsin til að börnin geti fengið að halda sambandi við foreldra sína á meðan þeir eru í fangelsinu.

Umræðupunktar

  • Hvernig haldið þið að Mariellu líði að búa ekki með foreldrum sínum?
  • Saknið þið einhvers sem þið getið ekki hitt alltaf þegar ykkur langar?
  • Hvað getum við gert þegar við söknum einhvers?

Stafarugl dagsins

Í hvaða landi býr Mariella? Bókstafur 3 fer í reit nr. 4