9. desember

Dorothy frá Líberíu

Dagur í lífi Dorothy

Í dag ætlum við til Afríku, nánar tiltekið til Líberíu sem er land í vesturhluta Afríku. Í Líberíu er mun hlýrra en á Íslandi en þar er hitabeltisloftslag og því heitt allan ársins hring. Í myndbandi dagsins fáum við að kíkja til Dorothy sem býr í barnaþorpi í Líberíu. Borgarastyrjöld sem geisaði í mörg ár hefur gert það að verkum að mörg börn í Líberíu hafa ekki fengið menntun. Jafnvel þó að nú ríki friður eru enn margir sem ekki ganga í skóla. Dorothy er meðal þeirra heppnu sem fá að ganga í skóla. Í myndbandi dagsins fáum við að fylgja henni í gegnum venjulegan dag í lífi hennar.

Umræðupunktar

  • Þekktuð þið einhver af dýrunum sem þið sáuð í myndbandinu? Búa einhver þeirra á Íslandi? Hefur einhver ykkar séð villt afrísk dýr? Til dæmis í dýragarði?
  • Dorothy sefur undir flugnaneti – munið þið af hverju? Eru svona hættulegar flugur á Íslandi?
  • Sáuð þið Dorothy gera eitthvað í myndinni sem þið eruð vön að gera á hverjum degi? Gerði hún eitthvað sem er ólíkt ykkar venjum?
  • Dorothy er mjög ánægð með að fá að fara í skóla, það eru nefnilega ekki öll börn í Líberíu sem fá það – af hverju haldið þið að það sé?
  • Hvernig væri það ef þið fengjuð ekki að ganga í skóla? Hvers mynduð þið sakna mest?
  • Hverjar eru neikvæðu afleiðingarnar fyrir landið ef mörg börn fá ekki skólagöngu?

Stafarugl dagsins

Hvað heitir stelpan sem við fengum að kynnast í dag? Bókstafur 6 fer í reit nr. 13