Veldu dagsetningu
Yfirlit

9. desember

Garima frá Nepal

 

Fyrr í dagatalinu hittum við Ritu. Nú ætlum við að kynnast bestu vinkonu hennar, Garimu. Áður en Garima kom í barnaþorpið í Jorpati bjó hún í úthverfi Nepal þar sem mikil fátækt ríkir. Þegar Garima var yngri datt hún og hryggbrotnaði, við fallið hlaut hún mænuskaða og þarf því að notast við hjólastól í dag. Eftir langa sjúkrahúslegu eignaðist Garima nýtt heimili í SOS barnaþorpinu í Jorpati.

Garima er ákveðin og stefnir á að verða félagsráðgjafi þegar hún verður eldri því hana langar til að bæta líf annarra og hjálpa fólki sem er í svipaðri stöðu og hún. Hún ver miklum tíma í endurhæfingu og æfingar en henni finnst líka mjög gaman að spila badminton með vinum sínum.

Umræðupunktar

  • Í þorpinu þar sem Garima bjó áður var ekkert aðgengi fyrir hjólastóla og því gat hún ekki búið þar, það gat heldur enginn annast hana svo hún eignaðist nýtt heimili í SOS barnaþorpinu í Jorpati. Hverju þarf að huga að svo fólk í hjólastól komist leiða sinna?
  • Hvernig er aðgengi fyrir hjólastóla í ykkar skóla?
  • Garima segir að þegar við hjálpum öðrum þá líður okkur sjálfum betur. Eruð þið sammála því?
  • Eruð þið dugleg að hjálpa öðrum? Hvernig getið þið hjálpað?

Stafarugl dagsins:
Hvað heitir stelpan sem við heimsóttum í dag?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 16