Veldu dagsetningu
Yfirlit

9. desember

Leikur og hvíld

Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til að leika sér og hvíla sig. Við ætlum að kíkja til Marokkó og hitta Hasnaa. Hasnaa fékk snemma áhuga á íþróttum, þá sérstaklega hlaupi og fótbolta. Hasnaa, sem ólst upp í barnaþorpi, er atvinnukona í fótbolta í dag.

Spurning dagsins

  • Hvers vegna er mikilvægt að eiga rétt á því að leika sér og hvílast?
  • Hvað er hvíld?
  • Ræðið saman um leiðir sem þið notið til að hvíla ykkur.

Verkefni dagsins

  • Hreyfing fyrir börn heimsins! Í dag höfum við lært um rétt barna til að leika og vera virk. Þið getið bæði verið virk og hjálpað börnum eins og Hasnaa til að uppfylla drauma sína.
  • Takið frá eina skólastund í verkefnið. Safnið áheitum frá fyrirtækjum eða ættingjum sem borga t.d. 5, 10 eða 15 kr. fyrir hverja mínútu sem þið hreyfið ykkur. Hægt er að sippa, hlaupa, spila fótbolta, skjóta á körfu, labba, dansa eða hvað sem ykkur dettur í hug. Peningarnir myndu svo safnast saman og verða nýttir fyrir börn eins og Hasnaa til að uppfylla drauma sína.
  • Nemendur geta nýtt tækifærið og sagt ættingjum/fyrirtækjum frá Barnasáttmálanum um leið og þau safna áheitum fyrir verkefnið. Þannig fá fleiri að heyra um réttindi barna.

Greinar dagsins

Grein 31 – Fjallar um að öll börn eigi rétt á hvíld, leik og að taka þátt í menningarlífi.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.