2. desember

Heimsókn til Rússlands

Allir hjálpast að

Í dag fáum við að kíkja í heimsókn til SOS fjölskyldu í Rússlandi. Þar búa þau Nastya, Sasha, Diana, Andrey og Artyem ásamt SOS mömmu sinni Ninu og aðstoðarkonunni Palinu.

Þó systkinin séu ekki blóðtengd þá búa þau saman eins og venjuleg fjölskylda. Þau taka til í herbergjunum sínum, hjálpa til við matargerðina og leika sér úti í snjónum, hljómar þetta kunnuglega?

Umræðupunktar

  • Var eitthvað í myndbandinu sem minnti ykkur á Ísland?

  • Hvers vegna finnst Ninu svona mikilvægt að börnin taki þátt í heimilisstörfunum?

  • Hvað þurfum við að kunna áður en við flytjum að heiman?

  • Stelpurnar voru þrjár saman í herbergi og strákarnir tveir voru saman í herbergi. Deilið þið ykkar herbergi með einhverjum?

  • Eruð þið dugleg að taka til heima hjá ykkur?

  • Börnin í myndbandinu eru ekki blóðskyld, þ.e. þau eiga ekki sömu líffræðilegu foreldra. Hvernig haldið þið að þeim líði í SOS fjölskyldunni sinni?

Stafarugl dagsins

Hvað heitir yngsti strákurinn í fjölskyldunni? Bókstafur 3 fer í reit nr. 10