Veldu dagsetningu
2. desember
Auðkenni, þjóðerni, rétturinn til að vera
Í dag ætlum við að fjalla um rétt barna á eigin auðkennum, að fá að tilheyra, vera skráð, bera nafn og fleira. Við fáum að sjá myndband um það hvernig SOS Barnaþorpin urðu til og fyrir hvað samtökin standa.
Umræðupunktar
- Hvað gerir okkur að okkur?
- Hvernig öðlumst við sjálfstraust til þess að þora að vera við sjálf?
- Hvernig viljum við vera í framtíðinni?
Verkefni dagsins
- Nemendur teikni mynd af sjálfum sér og skrifi niður hvaða atriði þau telja að einkenni sig.
- Nemendur geta svo sýnt hvert öðru myndirnar og spjallað saman um það að þó við séum öll ólík þá eigum við samt öll sömu réttindi.
- Það er hlutverk okkar allra að passa upp á að réttindi barna séu ekki brotin. Pössum hvert upp á annað.
Greinar dagsins
Grein 1 – Segir að barn sé einstaklingur undir 18 ára aldri.
Grein 7 – Fjallar um að skrá eigi börn við fæðingu og þau eigi rétt á nafni og ríkisfangi. Þau eiga líka rétt á að tilheyra landi og alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
Grein 8 – Fjallar um að börn eigi rétt á sínum einkennum sem skrá skuli opinberlega, eins og t.d. nafn, þjóðerni, fjölskyldutengsl. Ekki má taka auðkenni barnanna frá þeim.
Lesið nánar um barnasáttmálann hér.