Veldu dagsetningu
Yfirlit

2. desember

Þegar piparkökur bakast...

Hérastubbur bakari gaf okkur uppskrift að piparkökum hér um árið. Við hjá SOS Barnaþorpunum höfum ekki prófað uppskrift Hérastubbs en vitum að ilmurinn af nýbökuðum piparkökum minna marga á jólin. Þess vegna ætlum við að bjóða upp á uppskrift að piparkökum í dag.

Hér má finna uppskrift að degi sem þarf ekki að kæla yfir nótt í ísskáp. Uppskriftin kemur frá Berglindi hjá Gotterí og gersemar.

Piparkökur - uppskrift
250 gr Dan sukker sykur (annar sykur of grófur í þessa uppskrift þar sem hún er ekki hituð)
250 gr smjörlíki (við stofuhita)
750-800 gr hveiti
2 tsk negull
2 tsk engifer
4 tsk kanill
2 tsk matarsódi
1/2 tsk pipar
2 dl síróp
1 dl mjólk

Aðferð

  1. Allt sett í hrærivélarskálina og hnoðað saman með króknum (einnig hægt að hnoða í skál með höndunum). Bætið við smá hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt.
  2. Fletjið út frekar þunnt og stingið út fígúrur og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  3. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur.

https://www.gotteri.is/2014/11/24/thegar-piparkokur-bakast/