2. desember

Nýir strákar í barnaþorpið

SOS Barnaþorpin hafa allt frá seinni heimsstyrjöldinni hjálpað munaðarlausum börnum og börnum sem eiga engan að. Það besta fyrir börn er að alast upp hjá líffræðilegri fjölskyldu sinni. En það er ekki alltaf hægt.

Ef börn eiga ekki foreldra eða aðra líffræðilega ættingja sem geta hugsað um þau, þurfa þau nýtt heimili. Stundum eignast þau nýtt heimili í SOS Barnaþorpi og stundum, eins og á Íslandi, eignast þau fósturforeldra.

En þó það sé mjög gott að börnin fái að alast upp í traustri fjölskyldu við ást og umhyggju, þá er það ekki alltaf auðvelt í byrjun. Börnum sem eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum líður eiginlega alltaf illa fyrstu dagana og vikurnar. Þau sakna foreldra sinna, fjölskyldu, vinanna og staðarins sem þau bjuggu á, þó svo að aðstæður hafi ekki endilega verið góðar. En þá er líka gott að þekkja einhvern sem veit hvernig það er að vera nýr og hvað maður er að ganga í gegnum.

Umræðupunktar

  • Hvers vegna haldið þið að það sé erfitt að flytja á nýtt heimili?
  • Af hverju haldið þið að strákarnir hafi verið leiðir?
  • Gerði Tinh eitthvað sniðugt sem gladdi strákana?
  • Hvers haldið þið að barn þarfnist mest þegar það kemur inn á nýtt heimili?
  • Það getur líka verið erfitt að byrja í nýjum skóla, maður þekkir kannski engan. Hvernig getum við auðveldað þeim sem eru að koma á nýjan stað að aðlagast?

Stafarugl dagsins

Í hvaða landi býr Tinh? Bókstafur 5 fer í reit nr. 5