7. desember

Hús Elinu

Nú eru liðin 17 ár frá því að stór jarðskjálfti sem átti upptök sín í Indlandshafi reið yfir með gífurlegum afleiðingum. Skjálftinn kom af stað tsunami flóðbylgju sem olli hrikalegri eyðileggingu þegar hún skall á land. Margir létu lífið og mörg börn misstu foreldra sína. Ein af þeim sem vildi hjálpa var Elina, ung stelpa frá Bergen í Noregi. Elina barðist við alvarlegan sjúkdóm sem hún vissi ekki hvort hún myndi sigrast á. Hún ákvað að safna eins miklum pening og hún gæti til að hægt væri að byggja hús í SOS barnaþorpi á Indlandi fyrir börn sem misst höfðu foreldra sína í kjölfarið af flóðbylgjunni.

Umræðupunktar

  • Hefur eitthvert ykkar heyrt um tsunamibylgjuna árið 2004?
  • Verkefni Elinu var einstakt en á sama tíma sýnir það hversu miklu börn geta áorkað. Þekkið þið fleiri dæmi um unga einstaklinga sem hafa gert eitthvað fyrir aðra eða heiminn? (Selt kökur/bollur til styrktar góðu málefni, barist gegn einelti eða eitthvað annað? Greta Thunberg).
  • Foreldrar Elinu og bróðir hennar sakna hennar enn mjög mikið. Haldið þið að þau séu stolt af því sem hún gerði?
  • Þarf maður að gera eitthvað svona stórt til að skipta máli fyrir aðra? (Nei, það er líka mikilvægt að vera góður vinur, hjálpa einhverjum eða sýna einhverjum að þér þykir vænt um viðkomandi).

Stafarugl dagsins

Í hvaða landi var hús Elinu byggt? Bókstafur 1 fer í reit nr. 14