Veldu dagsetningu
Yfirlit

7. desember

Hreint vatn og næring

Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til að borða hollan mat og hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Stundum geta utanaðkomandi aðstæður komið í veg fyrir að fólk geti unnið og þar af leiðandi keypt sér mat. Við ætlum að kíkja til Perú og hitta Lauru sem fékk á tímabili ekki nóg að borða af því foreldrar hennar höfðu ekki efni á mat.

Spurning dagsins

  • Hver ætli sé munurinn á því að vera svangur og að svelta?

Verkefni dagsins

Greinar dagsins

Grein 24 – Fjallar um að börn eigi rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hreinu drykkjarvatni, hollum mat og hreinu og öruggu umhverfi. Allir eiga að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að lifa öruggu og heilbrigðu lífi.

Grein 27 – Fjallar um að börn eigi rétt á því að fá næringu, fatnað og öruggt heimili svo þau geti þroskast á sem bestan hátt. Stjórnvöld eiga að aðstoða fjölskyldur sem hafa ekki kost á því að veita börnum framangreint.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.