Veldu dagsetningu
Yfirlit

7. desember

Kalli og tvíburarnir

Hún var til­finn­inga­þrung­in stund­in þeg­ar Karl Jón­as Gísla­son hitti tví­bura­bræð­urna Ísak og Samú­el í SOS barna­þorpi í Eþí­óp­íu fyrr á þessu ári. Kalli og tví­bur­arn­ir bund­ust órjúf­an­leg­um bönd­um þeg­ar hann bjarg­aði lífi þeirra ný­fædd­um árið 2012. Hann var staddur í Eþíópíu vegna vinnu sinnar og fékk tvíburana fjögurra daga gamla í fangið. Hann fann fyrir þá heimili í SOS barnaþorpi í Hawassa, þar sem strákarnir búa enn. Kalli heim­sótti strákana ár­lega til árs­ins 2018 en síð­an ekki aft­ur í nærri fimm ár. Við feng­um að festa end­ur­fund­ina á filmu og afrakst­ur­inn má sjá í glugga dagsins.

Umræðupunktar

  • Hvað heitir höfuðborg Eþíópíu?
  • Hvað eru mörg opinber tungumál í Eþíópíu?
  • Munið þið eftir sögunni um Kalla sem var í Öðruvísi jóladagatali 2020?
  • Hvernig haldið þið að Kalla hafi liðið þegar hann hitti tvíburana aftur eftir fimm ára fjarveru?
  • Var eitthvað sem ykkur fannst áhugavert í þessari sögu?

Stafarugl dagsins:
Hvað keypti Kalli handa strákunum?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 10