7. desember
Uppskrift - Chapati frá Tanzaníu
Í myndbandinu í gær gaf Abby okkur leynilega uppskrift að Chapati flatkökum. HÉR getið þið séð myndbandið.
Hér kemur uppskriftin að flatkökunum sem við hvetjum ykkur til að prófa.
Hráefni:
3 bollar hveiti
1 tsk sykur
1 ½ tsk salt
3 msk olía
1 ¼ bolli vatn, volgt (ekki allt í einu)
Aðferð:
- Blandið hveiti, salti og sykri saman skál. Setjið helminginn af vatninu út í og hnoðið deiginu saman. Bætið vatni við smátt og smátt þar til deigið er silkimjúkt. Ef deigið er of blautt má bæta við hveiti. Bætið við olíu og hnoðið allt saman. Látið deigið hvíla undir viskustykki í 30 mínútur.
- Skiptið deiginu í litlar kúlur og fletjið hverja kúlu út í hringlaga form.
- Hitið pönnu og steikið flatkökurnar með smá olíu í u.þ.b. mínútu á hvorri hlið eða þar til flatkökurnar hafa tekið smá lit. Leggið viskustykki yfir flatkökurnar eftir steikingu svo þær haldist mjúkar.
Verði ykkur að góðu!