Veldu dagsetningu
Yfirlit
1 desember 2 desember 3 desember 4 desember 5 desember 6 desember 7 desember 8 desember 9 desember 10 desember
11 desember
12 desember
13 desember
14 desember
15 desember
16 desember
17 desember
18 desember
19 desember
20 desember
21 desember
22 desember
23 desember
24 desember

6. desember

Barnavinna

Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til verndar gegn skaðlegri vinnu. Við heimsækjum Fílabeinsströndina og hittum Aminata, sem vann í mörg ár við það að bera þunga hluti frá markaðnum.

Spurning dagsins

  • Hvers vegna eru til sérstakar reglur um barnavinnu?
  • Hver er munurinn á barnavinnu og því að hjálpa til á heimilinu.
  • Hvernig hjálpið þið til heima hjá ykkur.
  • Er eitthvað sem börn geta ekki aðstoðað með heima fyrir því það er of hættulegt eða erfitt?
  • Ræðið einnig hvað börn fá út úr því að aðstoða heima fyrir.

Verkefni dagsins

  • Finnið út hvað þið getið aðstoðað með heima við í dag. Þið gætuð t.d. tekið leirtauið úr uppþvottavélinni eða vaskað upp, gengið frá dótinu í herberginu ykkar eða þurrkað af hillunum inni í stofu.
  • Kannski vilja foreldrar ykkar borga ykkur smá pening fyrir vinnuna ykkar og þið gætuð nýtt þann pening í bekkjarsöfnunina. Þannig getið þið lagt ykkar af mörkum til að börn eins og Aminata þurfi ekki að vinna hættulega og skaðlega vinnu.

Greinar dagsins

Grein 32 – Regla dagsins fjallar um að börn eigi rétt á vernd gegn því að vinna hættuleg störf eða störf sem eru slæm fyrir skólagöngu þeirra, heilsu eða þroska. Ef börn stunda vinnu eiga þau rétt á því að gera það í öryggi og að fá sanngjörn laun fyrir.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.