Veldu dagsetningu
Yfirlit

6. desember

Sjálfbærni

 

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hafa verið ofarlega á baugi í umræðunni undanfarin ár enda góð ástæða til. Við þurfum öll að passa í sameiningu upp á jörðina okkar svo komandi kynslóðir fái áfram að njóta góðs af henni. SOS Barnaþorpin í Kfarhay í Líbanon fóru af stað með verkefni árið 2021 til að gera þorpið sjálfbært þegar kemur að mat og orku. Börnin hafa tekið fullan þátt í þessu verkefni og notið góðs af því.

Í glugga dagsins ætlum við líka að heimsækja tvær systur sem búa í SOS barnaþorpi í Líbanon.

Umræðupunktar

  • Þekkið þið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?
  • Hvað eru auðlindir?
  • Hvaða orkugjafa þekkið þið? Hvaða orkugjafar eru notaðir á Íslandi?
  • Hvers vegna þurfum við að hugsa um sjálfbærni?

Stafarugl dagsins:
Hvað heitir SOS mamman í myndbandinu?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 4, 6 og 18