Veldu dagsetningu
Yfirlit

6. desember

Fréttakonan Abby

 

Þá ætlum við að ferðast til Tanzaníu. Þar hittum við Abby. Abby hefur lengi vitað hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. Hún ætlar að verða fréttakona. Hún æfir sig mikið til að draumur hennar verði að veruleika. Hún hefur útbúið marga fréttaþætti og þó hún sé ekki gömul þá hefur hún æft sig í nokkur ár.

Í fréttaþætti hennar í dag skoðar hún fjölskyldur og náin tengsl. Hún tekur viðtal við mömmu sína og nágrannakonu til að skilja viðfangsefnið betur.

Umræðupunktar

  • Abby veltir fyrir sér hvað sé hægt að gera þegar maður saknar einhvers sem er ekki alltaf hjá okkur, mamma hennar gefur henni góð ráð við því. Hvað mynduð þið ráðleggja Abby?
  • Fjölskyldur geta verið af öllum stærðum og gerðum. En það er ekki bara fjölskyldan sem getur veitt okkur stuðning og leiðbeint okkur í gegnum lífið, hverjir fleiri geta gert það?
  • Abby ætlar að verða féttakona þegar hún verður stór, hvernig getur hún undirbúið sig fyrir það?
  • Abby gefur okkur uppskrift að chapati brauði. Er sú uppskrift lík/ólík uppskrift að íslensku flatkökunum?

Stafarugl dagsins:
Hvað heitir forseti Tanzaníu?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 5