Veldu dagsetningu
6. desember
Barnavinna
Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til verndar gegn skaðlegri vinnu. Við heimsækjum Fílabeinsströndina og hittum Aminata, sem vann í mörg ár við það að bera þunga hluti frá markaðnum.
Spurning dagsins
- Hvers vegna eru til sérstakar reglur um barnavinnu?
- Hver er munurinn á barnavinnu og því að hjálpa til á heimilinu.
- Hvernig hjálpið þið til heima hjá ykkur.
- Er eitthvað sem börn geta ekki aðstoðað með heima fyrir því það er of hættulegt eða erfitt?
- Ræðið einnig hvað börn fá út úr því að aðstoða heima fyrir.
Verkefni dagsins
- Finnið út hvað þið getið aðstoðað með heima við í dag. Þið gætuð t.d. tekið leirtauið úr uppþvottavélinni eða vaskað upp, gengið frá dótinu í herberginu ykkar eða þurrkað af hillunum inni í stofu.
- Kannski vilja foreldrar ykkar borga ykkur smá pening fyrir vinnuna ykkar og þið gætuð nýtt þann pening í bekkjarsöfnunina. Þannig getið þið lagt ykkar af mörkum til að börn eins og Aminata þurfi ekki að vinna hættulega og skaðlega vinnu.
Greinar dagsins
Grein 32 – Regla dagsins fjallar um að börn eigi rétt á vernd gegn því að vinna hættuleg störf eða störf sem eru slæm fyrir skólagöngu þeirra, heilsu eða þroska. Ef börn stunda vinnu eiga þau rétt á því að gera það í öryggi og að fá sanngjörn laun fyrir.
Lesið nánar um barnasáttmálann hér.