Veldu dagsetningu
19. desember
Lífið í barnaþorpunum
Í Barnasáttmálanum stendur að „barn sem ekki nýtur umönnunnar fjölskyldu sinnar eigi rétt á því að hugsað sé um það af fólki sem ber virðingu fyrir trúarskoðunum þess, menningu, tungumáli og öðru sem varðar líf barnsins“ (20. gr.). SOS Barnaþorpin standa vörð um þennan rétt barna.
Í myndbandi dagsins ætlum við að ferðast til Eþíópíu og kíkja í heimsókn til SOS mömmunnar Etalemahu sem býr í barnaþorpi í Harrar. Etalemahu hefur verið SOS mamma í 13 ár og hefur á þeim tíma alið upp 18 börn. Kíkjum til þeirra.