19. desember

Jólakveðja

Jólakveðjur til vina og vandamanna

Árið 2020 hefur verið ólíkt mörgum öðrum. Ástandið í þjóðfélaginu gaf ekki mörg tækifæri á fjölmennum mannamótum og enn er óljóst hvort hægt verði að halda jólaboðin í ár. Því er tilvalið að setjast saman niður og skrifa fallega jólakveðju til vina og vandamanna. Það má líka föndra falleg kort til að skrifa kveðjuna inn í. Fátt gleður meira en falleg kveðja frá ástvinum. Ekki skemmir fyrir að kveikja á kertum og setja fallega jólatónlist í útvarpið.