15. desember
Börn á flótta frá stríði og átökum
Í dag ætlum við að fjalla um réttindi barna í stríði eða á flótta frá stríði og átökum. Við heimsækjum tvö börn sem búa í Armeníu en þau eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja frá átökum á svæði sem þau bjuggu á, sem heitir Nagorno-Karabakh.
Spurning dagsins
- Hvernig getum við tekið vel á móti einhverjum sem er nýr?
- Hvernig viljum við að aðrir taki á móti okkur þegar við erum á nýjum stað?
Verkefni dagsins
- Í myndbandi dagsins tala Airpiar og Dalita um að þau eigi sér framtíðardrauma. Um allan heim eiga börn sér drauma – alveg eins og þú.
- Teiknið eða skrifið niður draumana ykkar
- Er eitthvað líkt ykkar draumi og draumi barnanna í myndbandinu?
Greinar dagsins
Grein 10 – Fjallar um að ef barn býr í öðru landi en foreldrar þess eiga stjórnvöld að leyfa barni og foreldrum þess að ferðast frjálst svo þau geti haldið sambandi og verið saman (t.d. ef þau hafa flúið frá stríðsástandi).
Grein 22 – Fjallar um að börn á flótta eigi rétt á aðstoð og vernd og þau eiga sama rétt og börn sem fæðast í landinu sem þau eru að flýja til.
Grein 38 – Fjallar um að börn eigi rétt á vernd í stríði. Þar stendur einnig að börn yngri en 15 ára eigi ekki að sinna herþjónustu eða taka þátt í stríði.
Grein 39 – Fjallar um að börn sem hafa meiðst, verið særð, vanrækt eða sætt illri meðferð, eigi rétt á hjálp til að ná aftur heilsu og reisn.
Lesið nánar um barnasáttmálann hér.