Veldu dagsetningu
15. desember
Lífið í Sýrlandi
Flótti og skólaganga
Í stríðum, átökum og hamförum eru börnin alltaf stærstu fórnarlömbin. Eins og í Sýrlandi þar sem mörg börn upplifa hræðslu á hverjum einasta degi og fjöldi barna hefur þurft að flýja heimili sín og er á flótta. Það er mikilvægt að fullorðna fólkið sjái hversu mikið börnin skaðast við slíkar aðstæður og geri allt til að ljúka stríðinu sem fyrst.
Umræðupunktar
- Í Sýrlandi hefur verið stríð síðan 2011. Hver er ástæðan fyrir stríðum?
- Vegna stríðsins hafa milljónir íbúa þurft að flýja landið. Hvað þýðir að vera flóttamaður?
- Hvernig haldið þið að venjulegur dagur sé hjá flóttafólki?
- Hvað getum við gert fyrir flóttafólk?
Stafarugl dagsins
Á sýrlenska fánanum eru tvær grænar __________. Bókstafur 4 fer í reit nr. 1