Veldu dagsetningu
Yfirlit

15. desember

Majd teflir

  

Þegar Majd var ungur strákur horfði hann á eldri bræður sína tefla. Honum fannst það mjög spennandi. Hann fylgdist vel með þeim og lærði þannig mannganginn. Nú teflir hann sjálfur við eldri bræður sína. Hann elskar að tefla. Majd veit að æfingin skapar meistarann og nú er hann duglegur að æfa sig svo hann geti keppt á alþjóðlegum meistaramótum í skák.

Umræðupunktar

  • Öll höfum við hæfileika. En eru hæfileikar meðfæddir eða áunnir?
  • Majd ætlar að æfa sig mikið svo hann geti keppt á alþjóðlegum meistaramótum. Hvaða íslenska orðatiltæki þekkið þið sem tengist æfingu og því að verða meistari?
  • Majd leit upp til bræðra sinna og vildi læra að tefla eins og þeir. Þeir sáu áhuga hans og hvöttu hann til að æfa sig. Hvers vegna er mikilvægt að fá stuðning frá öðrum þegar við lærum eitthvað nýtt?

Stafarugl dagsins:
Hvað lærði Majd þegar hann horfði á bræður sína tefla?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 13