Veldu dagsetningu
Yfirlit

5. desember

Ante á stóra fjölskyldu

  

Ante er 9 ára strákur sem á heima í Mostar í Bosníu Hersegóvínu. Í glugga dagsins ætlar hann að sýna okkur hvernig það er að eiga stóra fjölskyldu, en Ante á 10 systkini. Ante finnst frábært að eiga stóra fjölskyldu því þá hefur hann alltaf leikfélaga. Hvort sem hann er að spila fótbolta við systkini sín, leika við þau eða teikna í teikniblokkina sína þá finnst honum gott að verja tíma með fjölskyldu sinni. Einu sinni í viku fer Ante í fjölskyldumiðstöðina í talþjálfun og þegar hann verður stór langar hann til að verða kokkur.

 

Umræðupunktar

  • Hvað búa margir á ykkar heimilum?
  • Hvað finnst ykkur skemmtilegt að gera með ykkar fjölskyldu?
  • Hvað gerið þið þegar þið komið heim úr skólanum?

Stafarugl dagsins:
Við hvað starfar Anna?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 14