Veldu dagsetningu
Yfirlit

5. desember

Öruggt heimili

   

Reglur dagsins fjalla um réttindi barna til að vera með og alast upp með sinni eigin fjölskyldu en við munum líka fjalla um réttindi barna þegar líffræðileg fjölskylda þeirra getur ekki annast þau. Við kíkjum í heimsókn til Víetnam og hittum Nu sem býr hjá pabba sínum og afa en þau hafa fengið aðstoð til að geta búið saman.

Spurning dagsins

  • Hvers vegna haldið þið að það sé mikilvægt fyrir börn að alast upp á öruggu heimili?

Verkefni dagsins

  • Spjallið saman um hvað ykkur finnst að eigi að vera í barnaþorpi svo börnin séu örugg. Er t.d. mikilvægt að þar sé fullorðinn einstaklingur? Rúm? Önnur börn? Gæludýr? Pláss til að leika? Eitthvað annað?
  • Í myndbandi dagsins fengu Nu og fjölskylda hennar aðstoð til að rækta uppskeru sína svo þau geti séð fyrir sér sjálf. Hvernig ræktun þekkið þið? Hafið þið prófað að rækta eitthvað?
  • Það væri hægt að prófa að rækta karsa, basilíku eða klettasalat í sáningarmold eða á bómull, vökva vel og fylgjast með ræktuninni.

Greinar dagsins

Grein 9 – Fjallar um að ekki megi skilja börn frá foreldrum sínum nema það sé nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna. Börn eiga rétt á því að vera í góðum tengslum við báða foreldra sína nema það sé skaðlegt fyrir þau.

Grein 18 – Fjallar um að foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna. Þegar barn á ekki foreldri tekur annað fullorðið fólk við ábyrgðinni á uppeldi barnsins. Þeir sem annast uppeldi eiga að taka tillit til þess sem er barninu fyrir bestu.

Grein 20 – Fjallar um að ef barn nýtur ekki umönnunar fjölskyldu sinnar þá á það rétt á því hugsað sé um það af fólki sem ber virðingu fyrir hverju sem varðar líf barnsins.

Grein 21 – Fjallar um að þegar börn eru ættleidd skuli ávallt hafa í huga það sem sé barninu fyrir bestu.

Grein 25 – Fjallar um að eftirlit eigi að vera með vistun barna utan heimilis og stöðugt sé að því gætt að þetta sé besti staðurinn fyrir barnið.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.