Veldu dagsetningu
Yfirlit

4. desember

Tómstundir barna um víða veröld

  

Flest okkar hafa einhver áhugamál, eitthvað sem okkur þykir skemmtilegt að gera eða verja tímanum okkar í. Stundum sinnum við áhugamálum okkar ein og stundum með öðrum. Það mikilvægasta er að við gerum eitthvað sem veitir okkur gleði. Og er ekki gaman að hugsa til þess að sama hvar í heiminum við ölumst upp, þá getum við deilt þessari gleði og áhugamálum með börnum sem búa víðs vegar um heiminn?

Umræðupunktar

  • Hver eru ykkar áhugamál? Gerið lista yfir áhugamál krakkanna í bekknum.
  • Hvers vegna hefur þú gaman að áhugamálinu þínu?
  • Hvers vegna er gott að hafa áhugamál?
  • Hafið þið kynnst nýjum vinum í gegnum áhugamálin ykkar?
  • Getur það reynt á vináttuna þegar þið keppið á móti vinum ykkar?

Stafarugl dagsins:
Frá hvaða landi er söngkonan í myndbandinu?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 5, 15 og 17