4. desember
Nthochi - Bananabrauð frá Malaví

Í barnaþorpum SOS eru börnin dugleg að hjálpa til við ýmis heimilisverk. Þannig læra þau ýmsa gagnlega hluti sem nýtast þeim í framtíðinni. Þegar börnin hafa aldur til hjálpa þau stundum til við matseldina. Í dag bjóðum við upp á uppskrift að bananabrauði sem bakað er í barnaþorpum í Malaví.
Drögum fram svunturnar, kveikjum á ofninum og eigum notalega stund saman í eldhúsinu í dag.
Nthochi (bananabrauð)
½ bolli smjörlíki
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 egg
1 bolli mjólk
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
5 bananar, stappaðir
Stillið ofninn á 160 gráður. Smyrjið bökunarform. Blandið smjöri og sykri vel saman og bætið svo egginu við, hrærið vel. Setjið hveiti, salt, matarsóda, mjólk og stappaða banana saman við. Blandið vel saman og hellið svo deiginu í formið. Bakið í ca. 1 klst. Kælið og skerið í sneiðar.
Verði ykkur að góðu!