10. desember

Carrot

Fyrir flesta foreldra er það besta stund ævinnar þegar þeir halda á nýfæddu barni sínu í fyrsta sinn. En fyrir aðra fylgir því mikill kvíði þar sem þeir vita ekki hvernig þeir eiga að sjá fyrir barninu. Sumir foreldrar eru mjög fátækir. Sumar mæður eru bara börn sjálfar og sumar eru veikar og vita að þær geta ekki séð um barnið. Í slíkum aðstæðum gefa mæðurnar oft börnin frá sér vegna þess að þær sjá ekki annan kost í stöðunni. Þær trúa því og vona að börnin eigi möguleika á betra lífi annars staðar.

Þegar barn finnst yfirgefið er alltaf reynt að hafa uppi á foreldrum þess eða öðrum nánum ættingjum. Ef það gengur ekki, verður barnið að fá annað heimili, t.d. í SOS Barnaþorpi.

Umræðupunktar

  • Hafið þið hugsað um af hverju móðir myndi yfirgefa barnið sitt?
  • Haldið þið að þetta gæti gerst á Íslandi?
  • Hvað haldið þið að gerist ef móðir getur alls ekki séð um barn sem hún fæðir? Fær hún hjálp?
  • Hvað hefði orðið um litla barnið í myndbandinu ef það hefði ekki fengið nýtt heimili í barnaþorpinu?
  • Hvaða aðrar lausnir eru fyrir börn sem ekki eiga einhverja að sem geta hugsað um þau?

Stafarugl dagsins

Hvað myndi Carrot kallast á íslensku? Bókstafur 6 fer í reit nr. 13