10. desember

Valdir teiknar

Teikna burt erfiðar tilfinningar

Það er ekki alltaf auðvelt að tala um það hvernig manni líður. Stundum líður manni líka eins og orðin festist í hálsinum og stundum er bara ómögulegt að útskýra tilfinningarnar sínar. Þá getur verið gott að setjast niður og teikna. Í dag ætlum við að hitta strák sem finnst mjög gaman að teikna, sérstaklega þegar honum líður ekki vel.

Umræðupunktar

  • Hvað finnst ykkur gaman að teikna?
  • Hefur einhver ykkar prófað að teikna tilfinningu eða einhverja hugsun? Er það létt/erfitt, gott/slæmt?
  • Hvað gerist þegar maður setur erfiðar tilfinningar eða hugsanir niður á blað?
  • Getið þið komið með uppástungu um hvað maður getur gert ef manni líður illa eða eitthvað er erfitt? (dansa, hlaupa, skrifa ljóð, hoppa á trampólíni, fara í fótbolta, körfubolta, handbolta, tala við fjölskyldu/vini).
  • Þekkið þið einhvern listamann sem er þekktur fyrir að teikna/mála? (Muggur, Erró, Kjarval, Leonardo da Vinci).

Stafarugl dagsins

Hvað heitir "verkfærið" sem þú notar þegar þú málar? Síðasti bókstafurinn fer í reit nr. 2