Veldu dagsetningu
Yfirlit

8. desember

Faruze - dansandi fyrirmynd

  

Fyrirmynd er einstaklingur sem litið er upp til. Einhver sem gerir eitthvað sem öðrum finnst mjög flott og langar að geta gert það sama.

Faruze býr í SOS Barnaþorpi í Makedóníu sem er á Balkanskaganum. Þegar hún var yngri leit hún upp til eldri krakkanna í barnaþorpinu sem voru góðir að dansa. Þá vildi hún vera nákvæmlega eins og þeir. Nú eru mörg ár liðin og Faruze finnst ennþá jafn gaman að dansa. Hún æfir sig í marga klukkutíma á dag. Litlu börnunum í barnaþorpinu finnst Faruze vera mjög góður dansari og vilja vera eins og hún. Nú er það Faruze sem er orðin fyrirmynd þeirra.

Umræðupunktar

  • Átt þú þér fyrirmynd? Hver er það og af hverju?
  • Ert þú fyrirmynd einhvers?
  • Hvað þarf til að vera fyrirmynd?
  • Er mikilvægt að eiga fyrirmynd?
  • Hvað mynduð þið segja að væri léleg fyrirmynd?

Stafarugl dagsins:
Hvað gerir Faruze þegar henni líður illa?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 16