![](/media/s5hhtdsb/marco_1.jpg?width=410)
Kl. 07:00 Marco vaknar og gerir sig tilbúinn fyrir nýjan skóladag. Honum finnst frekar leiðinlegt að þurfa að vakna svona snemma.
Marco* er 12 ára og býr í Bólivíu ásamt systkinum sínum. Mamma hans lést fyrir nokkrum árum en elstu systkinin sjá um fjölskylduna. Þau eru hluti af fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna en það er verkefni á vegum samtakanna fyrir bágstaddar fjölskyldur. Nú fáum við að fylgjast með einum degi í lífi Marco.
Kl. 07:00 Marco vaknar og gerir sig tilbúinn fyrir nýjan skóladag. Honum finnst frekar leiðinlegt að þurfa að vakna svona snemma.
Kl. 07:20 Marco finnst skemmtilegt að vera samferða Bruno bróður sínum í skólann. Þeir eru yngstu meðlimir fjölskyldunnar og verja miklum tíma saman.
Kl. 14:00 Marco flýtir sér að klára heimavinnuna eftir skólann. Það er svo gott að vera búinn með hana. Uppáhalds fagið hans er stærðfræði því hann er frekar góður í stærðfræði.
Kl. 15:00 Allir í fjölskyldunni þurfa að sinna ákveðnum húsverkum. Í dag er það hlutverk Marco að skúra gólfið og Kathy litla frænka hans hjálpar til. Roxana stóra systir hans segist vera mjög stolt af Marco. Hann sé duglegur í skólanum og svo hjálpi hann mikið til heima hjá sér.
Kl. 16:00 Þegar heimavinnan og heimilisstörfin eru frá þá er kominn tími til að spila. Hér sjáum við Marco og Bruno spila við Kathy frænku og nágranna sinn Paul. Uno er í miklu uppáhaldi hjá Marco, honum finnst það svo skemmtilegt.
Kl. 17:00 Marco skrælir kartöflur og aðstoðar til við kvöldmatinn. Í dag ætla þau að elda klassískan bólivískan rétt: Pique macho, sem er búinn til úr kartöflum, tómötum, lauk og eggjum.
Kl. 18:00 Marco þarf að þrífa skólabúninginn sinn sjálfur, það gerir hann á hverjum degi. Hann reynir að fresta þessu verkefni eins lengi og hægt er því þetta er ekki í uppáhaldi hjá honum. En hann má ekki bíða of lengi því búningurinn þarf að ná að þorna fyrir næsta dag.
Kl. 18:30 Fjölskyldan borðar saman kvöldmat, annað hvort inni í húsinu eða fyrir utan það. Það er gaman að eiga saman notalega stund í lok dags, spjalla og hlæja saman.
* Nöfnum hefur verið breytt vegna persónuverndar