Veldu dagsetningu
Yfirlit

8. desember

Vernd barna

Þátturinn í dag fjallar um rétt barna til verndar og umönnunar. Barnasáttmálinn segir nefnilega mjög skýrt að það sé ekki í lagi að meiða börn á nokkurn hátt. Í dag ætlum við að fara til Nepal og hitta Babu, sem bjó aleinn á götunni í dágóðan tíma, því enginn annar fullorðinn gat passað hann eftir að foreldrar hans létust.

Spurning dagsins

  • Hvað þarf til þess að við upplifum okkur örugg?
  • Hvert getum við leitað ef okkur líður illa?
  • Hvaða réttindum (af þeim sem þið hafið þegar lært um) var Babu sviptur þegar hann bjó aleinn í hellinum?

Verkefni dagins

  • Það er mikilvægt að börn viti hvert þau geta leitað ef þau upplifa eitthvað slæmt eða ef einhver kemur illa fram við þau.
  • Hjálparhöndin! Börnin teikna útlínur annarrar handar sinnar á blað. Á hvern fingur skrifa þau nafn á einstaklingi eða stað sem þau geta leitað til ef eitthvað kemur upp á.
  • Ef börnin ná ekki að skrifa 5 nöfn/staði þá má endilega hjálpa þeim að fylla upp í alla reiti. Það má t.d. hafa samband við 1-1-2, hjúkrunarfræðinginn í skólanum, foreldra, kennara, ömmu og afa, hjálparsíma Rauða krossins.

Greinar dagsins

Grein 11 – Fjallar um að börn eigi rétt á vernd gegn brottnámi

Grein 16  - Fjallar um að öll börn eigi rétt á einkalífi

Grein 19 – Fjallar um að stjórnvöld eigi að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau

Grein 33 – Fjallar um að stjórnvöld sigi að vernda börn gegn því að nota, búa til, bera á sér eða selja skaðlegum vímuefni.

Grein 34 – Fjallar um að stjórnvöld skuli vernda börn gegn kynferðisofbeldi

Grein 35 – Fjallar um að stjórnvöld skuli vernda börn gegn brottnámi, vændi og mansali

Grein 36 – Fjallar um að börn eigi rétt á vernd gegn misbeitingu

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.