8. desember

Þegar foreldrar þurfa að vinna mikið

Margir foreldrar þurfa að vinna mikið til að geta séð fyrir börnum sínum. Í mörgum löndum er vinnudagurinn lengri en hann er hér á Íslandi og ekki óvanalegt að fólk vinni meira en tíu tíma á dag og fái jafnvel ekki sumarfrí.

Þegar foreldrar þurfa að vinna svona mikið, eru þeir minna með börnum sínum. Það finnst Thao, sem þið kynnist í myndbandi dagsins, leiðinlegt. Mamma hans er sjaldan heima. Hún hefur þurft að vinna mikið eftir að pabbi hans lést. Hún hjálpar til við landbúnað í mörgum sveitum og þarf því stundum að fara langt til að vinna. Börnin hjálpa til þegar þau geta og það er gott fyrir mömmu þeirra. Hins vegar er mikilvægt að foreldrar muni að börn hafa rétt á að fara í skóla og þau eiga ekki að vinna í stað þess að vera í skóla.

Umræðupunktar

  • Finnst ykkur foreldrar ykkar vinna of mikið?
  • Mynduð þið vilja að foreldrar ykkar hefðu meiri tíma til að gera eitthvað með ykkur?
  • Hvað finnst ykkur gaman að gera með foreldrum ykkar?
  • Mamma hans Thao vinnur mikið. Hvers vegna haldið þið að hún geri það?

Stafarugl dagins

Hvað heitir strákurinn í myndbandi dagsins? Bókstafur 2 fer í reit nr. 6 og bókstafur 3 fer í reit nr. 7