8. desember

Janko ætlar að verða smiður

Börn eiga rétt á að segja sína skoðun

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn hafi rétt til að segja sína skoðun og að á þau sé hlustað. Það er sérstaklega mikilvægt þegar stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á börnin eru teknar eins og til dæmis þegar foreldrar sem hafa flutt í sundur ætla að gera ráðstafanir fyrir börnin. Þó fullorðna fólkið telji sig kunna mest og vita best ert þú samt alltaf sérfræðingurinn í því hvernig það er að vera þú. Og það ert þú sem veist hvernig þér líður.

Eins og stendur í Barnasáttmálanum þá á að taka tillit til skoðana barnanna þó það sé fullorðna fólkið sem að lokum tekur ákvörðunina. Engu að síður er það best ef hægt er að finna lausn sem allir eru ánægðir með. Eins og Janko og foreldrar hans gerðu í myndbandi dagsins sem við ætlum nú að horfa á.

Umræðupunktar

  • Hvernig finnst ykkur lausnin sem Janko og foreldrar hans sættust á?
  • Hafið þið einhvern tímann búið til jólagjöf fyrir fjölskyldu ykkar eða vini?
  • Gjöfin sem Janko og pabbi hans eru að útbúa er leyndarmál milli þeirra feðga. Mamma hans veit ekki hvað þetta er. Hvernig haldið þið að hún muni bregðast við þegar hún opnar pakkann sinn?
  • Fullorðna fólkið verður oft mjög ánægt með gjafir sem börn þeirra hafa búið til fyrir þau, af hverju ætli það sé?
  • Janko fannst að hann þyrfti ekki að fara í skólann því hann gæti lært allt sem hann þyrfti að kunna um smiðsnámið hjá pabba sínum. Af öllu því sem þú lærir í skólanum, hvað finnst þér vera það mikilvægast sem allir ættu að læra sama hvaða starfi maður ætlaði að sinna sem fullorðinn einstaklingur?
  • Af hverju skiptir það máli að kunna að lesa og skrifa?
  • Af hverju er stærðfræði mikilvæg?
  • Skólatímanum er varið í fræðileg viðfangsefni auk verklegra greina eins og heilsu, hreyfingu, listir og handverk. Er eitthvað sem ekki er kennt í skólum sem þið mynduð vilja bæta við?

Stafarugl dagins

Við hvað vinnur pabbinn? Bókstafur 5 fer í reit nr. 12