Veldu dagsetningu
Yfirlit

3. desember

Jólaföndur

Í dag ætlum við að útbúa jólaföndur úr trölladeigi. Það má móta alls konar fígúrur úr trölladeiginu og um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hér má finna uppskrift að deigi. Góða skemmtun.

Trölladeig

300 gr af borðsalti

6 dl sjóðandi vatn

1 msk matarolía

matarlitur

300 gr hveiti

Setjið borðsaltið og sjóðandi vatnið saman í skál (gott að það sé einhver fullorðinn sem aðstoðar með heita vatnið). Bætið við matarolíu og matarlit (smá dass). Hrærið hveitinu svo rólega saman við blönduna. Hnoðið degið þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Ef deigið er of blautt má bæta smá hveiti út í.

Mótið jólaskrautið eins og þið viljið hafa það.

Bakið í ofni við 175°C . Bökunartíminn fer eftir stærð skrautsins en þunnar fígúrur bakast í ca 1,5 klst.