Veldu dagsetningu
Yfirlit

3. desember

Bíókvöld með fjölskyldunni

Rúrik og Jói í Malaví

Fyrr á árinu heimsótti Rúrik Gíslason, velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna, barnaþorp samtakanna í Malaví ásamt mági sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Báðir eiga þeir styrkarbarn í Malaví. Í kjölfarið var gerður 40 mínútna þáttur um ferðasögu þeirra en á leið sinni í barnaþorpið ferðuðust þeir um landið sem er eitt fátækasta land í heimi.

Í dag er tilvalið að poppa og horfa saman á þáttinn um Rúrik og Jóa í Malaví!

Einnig er hægt að horfa á þáttinn með enskum texta en hann er að finna hér:

  

Sælla er að gefa en þiggja

Samhliða jóladagatalinu höfum við farið af stað með söfnun til stykrtar fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Malaví. Fjölskylduefling er verkefni sem hjálpar sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum. Tilgangurinn með verkefninu er að gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra. Allur peningur sem safnast í jóladagatalinu í ár fer óskiptur til Malaví.

Gefa framlag fyrir jóladagatal