3. desember

Maya frá Nepal

Fimm árum eftir jarðskjálftann í Nepal

Einhver ykkar munið kannski eftir jarðskjálftanum sem reið yfir Nepal fyrir fimm árum síðan. Byggingar hrundu og vegir eyðilögðust. Rúmlega 8500 manns dóu og tvöfalt fleiri slösuðust. Fjölskyldur sem höfðu misst allt sem þær áttu fengu stuðning til að geta staðið á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Fjölskylda Mayu var ein þeirra. Mamma Mayu fékk aðstoð við að finna vinnu, börnin fengu aðstoð til að ganga í skóla og fjölskyldan fékk húsnæði sem þau leigja. Við hittum Mayu fyrir fimm árum síðan en nú er hún orðin 14 ára og farin að hugsa meira um framtíðina.

Umræðupunktar

  • Eftir jarðskjálftann bjuggu Maya og fjölskylda hennar í tjaldi við frumskóginn, rétt hjá tígrisdýrum og fleiri hættulegum dýrum. Þar sinnti Maya líka heimanáminu við kertaljós. Hvernig haldið þið að það hafi verið?
  • Maya er glöð að geta nú lokað dyrunum að húsinu sínu. Hvers vegna er það mikilvægt?
  • Maya og fjölskylda hennar fá stuðning frá SOS Barnaþorpunum í gegnum fjölskyldueflingu SOS svo börnin þurfi ekki að vinna geti gengið í skóla. Hvers vegna skiptir máli að börn gangi í skóla?
  • Maya vill verða lögfræðingur þegar hún verður stór því þá getur hún hjálpað öðrum. Hvað langar ykkur til að verða þegar þið verðið stór?

Stafarugl dagsins

Hvaða náttúruhamfarir er fjallað um í myndbandinu? Bókstafur 8 fer í reit nr. 13