3. desember

Pétur

Pétur er lífsglaður ungur strákur sem á heima á Balkanskaganum. Hann fæddist með heilkenni sem heitir Downs. Það þýðir að í stað þess að vera með tvo litninga nr. 21 í hverri frumu líkamans hefur hann þrjá. Foreldrar Péturs yfirgáfu hann þegar hann var lítill. Pétur bjó hjá mörgum mismunandi fósturfjölskyldum áður en hann eignaðist nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu. Stundum var ekki hugsað vel um hann og réttindi hans voru ekki virt. Hann hafði t.d. mjög sjaldan fengið að leika sér úti eða fengið að taka þátt í frístundum.

Við fáum að fylgjast með Pétri á einum af fyrstu dögum hans í SOS Barnaþorpinu. Hann er nýfluttur inn og búinn að eignast SOS móður og systkini. Gleðin er mikil bæði hjá honum og fjölskyldu hans. Þarna upplifir hann loksins það sama og flest önnur börn, að tilheyra fjölskyldu, fá að þroskast og vera elskaður. Loksins á hann öruggt heimili sem hann fær að búa á til frambúðar.

Umræðupunktar

  • Hvernig haldið þið að heimurinn væri ef allir væru nákvæmlega eins?
  • Hvernig eigum við að koma fram við aðra?
  • Eigum við að láta útlit annarra hafa áhrif á það hvernig við komum fram við þá?
  • Pétur var smá smeykur við dýrin í myndbandinu. Eruð þið hrædd við hunda eða ketti?

Stafarugl dagsins

Hvað heitir strákurinn í myndbandinu? Bókstafur 2 fer í reit nr. 12