23. desember

Hermann Gmeiner

Upphaf SOS Barnaþorpanna

SOS Barnaþorpin voru stofnuð árið 1949 af Hermann Gmeiner, eftir síðari heimsstyrjöldina. Mörg börn misstu foreldra sína í stríðinu og Hermann fann til með þeim. Hann vildi því finna börnunum nýtt heimili þar sem þau fengju að alast upp í umhyggjusamri fjölskyldu. 

Rúmlega 70 árum síðar eru SOS Barnaþorpin starfandi í 136 löndum víðs vegar um heiminn. SOS Barnaþorpin veita umkomulausum börnum nýtt heimili og styðja við sárafátækar barnafjölskyldur til að koma í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína.

Umræðupunktar

  • Hermann Gmeiner fannst að öll börn þyrftu að fá að alast upp hjá fjölskyldu. Eruð þið sammála því? Hvað er gott við það að alast upp innan fjölskyldu?
  • Hugmyndir Hermanns Gmeiner og hugsjón skiptu sköpum við að bæta hag og æsku barna sem áttu ekki fjölskyldu. Þekkið þið aðra einstaklinga sem hafa með nýjum hugmyndum fundið upp nýja hluti sem hafa skipt miklu máli? (T.d. Magellan, Johannes Gutenberg, Thomas Edison, Alexander Graham Bell, Henry Ford, Wright bræðurnir, Marie Curie, Anne Frank, Rosa Parks, Mark Zuckerberg og Malala).
  • Í dag eru flestir sammála því að það sé betra fyrir börn að alast upp í fjölskyldu heldur en á barnaheimili. Af hverju haldið þið að það sé?
  • Það er betra fyrir börn sem hafa misst foreldra sína eða eiga ekki foreldra sem geta hugsað um þau að alast upp hjá annarri fjölskyldu. Hvernig haldið þið að það sé að eignast nýja fjölskyldu?