Veldu dagsetningu
22. desember
Bollubakstur í Zambíu
Í dag liggur leið okkar til Zambíu í Afríku. Þar hittum við fyrir mæðgur sem hafa upplifað erfiða tíma. Fyrir tveimur árum gat móðirin ekki sent börnin sín í skóla. Börnin þurftu að hjálpa mömmu sinni á markaðinum. Mamman átti ekki pening fyrir skólabókum eða skólabúningum og auk barnanna sinna níu bar hún einnig ábyrgð á barnabarni og barni sem hafði misst foreldra sína. Með hjálp frá fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna hefur lífið heldur betur breyst. Við sjáum að oft þarf ekki mikið til að hjálpa fólki upp úr mestu erfiðleikunum.