12. desember
Tveir strákar frá Simbabve
Í glugga dagsins ferðumst við til lands í suðurhluta Afríku sem heitir Simbabve. Þar heimsækjum við tvo stráka, Prosper og Ngoni. Báðir búa þeir í borginni Bindura. Prosper býr hjá ömmu sinni og frænda en Ngoni býr í SOS barnaþorpinu í Bindura ásamt SOS mömmu sinni og níu SOS systkinum. Báðir strákarnir fá að ganga í skóla enda mikilvægt fyrir framtíð þeirra að fá aðgengi að menntun. Í Simbabve fá ekki öll börn að ganga í skóla. Sumar fjölskyldur hafa ekki efni á að senda börn sín í skólann, stundum er skólinn of langt í burtu og stundum þurfa börnin að vinna til að fjölskyldan hafi efni á mat og húsnæði.
Umræðupunktar
- Hvað borðið þið oft á dag? Hvað þurfum við að borða oft á dag?
- Mörg börn (sérstaklega stelpur) í Simbabve þurfa að ganga langar vegalengdir til að ná í vatn fyrir fjölskylduna. Hvað þurfið þið að fara langa vegalengd til að ná ykkur í drykkjarvatn núna?
- SOS Barnaþorpin leggja mikla áherslu á að öll börn fái menntun. Hvers vegna er svona mikilvægt að fá menntun?
- Prosper ber ábyrgð á að gefa kjúklingunum að borða þegar hann kemur heim úr skólanum. Hvað gerið þið þegar þið komið heim úr skólanum?
Stafarugl dagsins:
Hvernig bú reka Prosoer og fjölskylda hans eftir stuðning frá fjölskyldueflingu SOS?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 6