Veldu dagsetningu
Yfirlit

12. desember

Kenía - Heimsókn í barnaþorp

  

Barnaþorp SOS eru í dag 533 í rúmlega 130 löndum. Þar búa börn og ungmenni sem eiga ekki foreldra eða geta ekki, af einhverri ástæðu, búið hjá foreldrum sínum. Í hverju barnaþorpi eru 10-20 heimili og á hverju heimili búa nokkur börn. Þorpin eru þó ólík eftir því í hvaða landi þau eru og í sumum löndum eru ekki eiginleg þorp heldur búa SOS fjölskyldurnar í íbúðum í venjulegum hverfum.

Í glugga dagsins fáum við að kíkja í heimsókn í barnaþorp í Keníu þar sem við hittum SOS systkinin Ninu og Pruno. Þau ætla að sýna okkur heimili sitt og næsta nágrenni.

Umræðupunktar

  • Finnið Keníu á landakorti. Hvaða lönd eiga landamæri að Keníu?
  • Tókuð þið eftir því að það kom ekkert vatn úr krananum inni á baði? Gæði vatnsins í Kenía eru mjög lítil og ekkert vatn er að finna á stórum hluta landsbyggðarinnar. Við erum mjög lánsöm með vatnið hér á Íslandi. Drykkjarvatnið okkar er mjög hreint. Hvað er okkur ráðlagt að drekka mikið vatn á dag?
  • Skólinn hjá Ninu og Pruno hefst klukkan átta og honum lýkur um hálf fimm. Hvað gera þau eftir skóla? Hvað gerið þið eftir skóla?

Stafarugl dagsins:
Hvaða herbergi í húsinu tengist uppáhalds minningu Ninu?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 7