12. desember

Jólakveðja

Jólakveðja til vina og vandamanna

Fátt gleður meira en falleg jólakveðja frá ástvinum. Í dag er tilvalið að setjast saman niður og skrifa fallega kveðju til vina og vandamanna. Kveikja kannski á kertum og setja jólatónlist á fóninn. Það má líka föndra kort eins og börnin í barnaþorpinu í Hvíta-Rússlandi gerðu til að skrifa kveðjuna inn í. Njótum þess að vera saman í dag og hugsa hlýlega til ástvina.