12. desember
Menntun
Í dag ætlum við að heyra um rétt barna til að fá góða menntun og tækifæri til að læra eitthvað upp á eigin spýtur. Við hittum Ellie sem býr í Tansaníu. Hún ætlar að sýna okkur umhverfi sitt og hvernig hún gerir sig klára fyrir skólann.
Spurning dagsins
- Hvar finnið þið upplýsingar til að auka þekkingu ykkar?
- Hvernig þekkjum við í sundur upplýsingar sem eru traustar og sannar frá einhverju sem er það ekki?
Verkefni dagsins
- Í myndbandi dagsins hittuð þið Ellie sem gengur í skóla í Tansaníu. Þið getið hjálpað til við að breyta heiminum svo enn fleiri börn geti farið í skóla.
- Búið til fallegt jólaskraut út gömlum, slitnum bókum sem þið ætluðuð að henda eða öðrum pappír sem lendir annars í ruslinu. Þegar þið notið þetta efni til að útbúa jólaskraut, eruð þið líka að endurvinna. Ef skólinn er með jólamarkað væri tilvalið að selja jólaskrautið á 100 krónur og safna peningunum saman í bekkjarsöfnunina. Það er t.d. hægt að útbúa flotta jólaengla úr afgangspappír með þessari uppskrift hér.
Greinar dagsins
Grein 17 – Fjallar um að börn eigi rétt á því að sækja upplýsingar af Internetinu, úr sjónvarpi, útvarpi, tímaritum, bókum og öðrum miðlum. Fullorðnir eiga að gæta þess að upplýsingarnar séu börnunum ekki skaðlegar.
Grein 28 – Fjallar um að öll börn eigi rétt á menntun og að grunnmenntun eigi að vera þeim að kostnaðarlausu.
Grein 29 – Fjallar um að menntun eigi að hjálpa börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindi sín og að virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntunin á að hjálpa þeim að lifa friðsamlega og að vernda náttúruna.
Lesið nánar um barnasáttmálann hér.