12. desember

Útivist

Það jafnast ekkert á við það að fara út og fá sér frískt loft. Við mælum með því að þið gefið ykkur smá tíma í dag til að vera úti. Ef það er snjór er tilvalið að útbúa snjókarl eða snjóhús, jafnvel skella sér á skíði eða snjóþotu. En svo getur líka verið gaman að ganga um hverfið og skoða öll fallegu jólaljósin. Þeir sem vilja meiri spennu geta farið út í vasaljósagöngu þegar það er farið að dimma.