Veldu dagsetningu

Öðruvísi jóladagatal

Réttindi barna

                                                              

FYRSTI GLUGGINN OPNAST 1. DESEMBER 2022

Á hverjum degi fram að jólum verður hægt að opna nýjan glugga í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna. Í ár ætlum við ekki bara að ferðast um heiminn og kynnast börnum frá ýmsum löndum, heldur ætlum við líka að fara yfir allar greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fjalla um réttindi barna.

Í ár ætlum við að heimsækja Armeníu, Eþíópíu, Víetnam, Perú, Fílabeinsströndina, Norður-Makedóníu, Tansaníu, Nepal og Marokkó. Hverjum degi fylgja umræðupunktar til að nemendur geti rætt saman um efni dagsins og einnig verður hægt að vinna ýmis verkefni í tengslum við hvern dag.

Öðruvísi jóladagatal í ár er styrkt af Utanríkisráðuneytinu.

Sælla er að gefa en þiggja

Auk fræðslunnar er dagatalið öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að fá litla gjöf eða súkkulaðimola að launum hvetjum við börnin til að vinna létt verkefni heima við, t.d. vaska upp, moka snjó, þurrka af og fá smá aur að launum. Kannski þurfa nágrannarnir einhverja aðstoð fyri jólin og svo má líka safna dósum eða halda tombólu.

Það er að sjálfsögðu undir hverri fjölskyldu komið hvort hún vilji taka þátt í söfnuninni. Öll framlög sem safnast í ár fara í nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna í Malaví. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum og gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra.

Framlögin má leggja inn á reikning verkefnisins:

130-26-050028, kt. 500289-2529 eða með Aur appinu í númer 123 858 6860 eða @SOS

Einnig er hægt að gefa framlag með því að smella á græna boxið hér fyrir neðan.

Gefa framlag fyrir Jóladagatal
Efni fyrir kennara 2022