17. desember
Than og fjölskylda
Fátækt, slæm heilsa, sjúkdómar og atvinnuleysi gera það að verkum að margir foreldrar víðs vegar í heiminum geta ekki annast börnin sín. En stundum þarf ekki að gera mikið til að koma í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Stundum þarf bara smá aðstoð til þess að foreldrar nái að standa á eigin fótum og geti annast börnin sín sjálfir.
Pabbi barnanna í myndbandinu veiktist og dó. Eftir það þurfti mamma þeirra að vinna enn meira til að geta séð fyrir öllum börnunum. Það var erfitt að skapaði óvissu varðandi menntun barnanna. En með stuðningi frá SOS Barnaþorpunum gengur nú betur.
Umræðupunktar
- Öll börn eiga rétt á menntun en í sumum löndum geta foreldrar ekki sent börnin sín í skóla. Þá eru það oftar strákar sem fá að ganga í skóla og stelpurnar þurfa að aðstoða heima. Finnst ykkur það sanngjarnt? Hvernig er þetta á Íslandi?
- Hvað getur komið í veg fyrir að börn fái menntun?
- Hvers vegna er mikilvægt að öll börn fái að mennta sig?
- Tókuð þið eftir einhverju í íbúð Than sem er öðruvísi en hjá ykkur?
Stafarugl dagsins:
Hvað langar Than til að verða þegar hún verður stór?
Síðasti bókstafurinn fer í reit nr. 15