17. desember

Öll börn þarfnast umönnunar

Á hverri mínútu fæðast um 260 börn í heiminum. Þau fæðast í mismunandi löndum, inn í ólíka menningarheima og í ólíkar fjölskyldur. En það skiptir ekki máli hvar í heiminum börn fæðast, þau eiga alltaf sömu réttindi. Þrátt fyrir að öll börn fæðist með sömu getu og hæfileika til að blómstra fá ekki öll börn sömu tækifæri til að vaxa og þroskast. Það eru of mörg börn í heiminum sem þurfa að sjá fyrir sér sjálf.

Umræðupunktar:

  • Hvað er það besta við að eiga fjölskyldu?
  • Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sérstakan barnasáttmála með réttindum sem gilda fyrir öll börn um allan heim. Hafið þið heyrt af þessum sáttmála? Þekkið þið einhver réttindi?
  • Börn hafa sömu réttindi en réttindi þeirra er ekki alls staðar virt. Hvað finnst ykkur um það? Haldið þið að Ísland virði öll réttindi barna?
  • Hafið þið heyrt um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? Vitið þið hvað það er? (Sameiginleg vinnuáætlun til að uppræta fátækt, berjast gegn ójöfnuði og stöðva loftslagsbreytingar fyrir árið 2030).
  • Eitt af málefnunum sem tekið er fyrir í heimsmarkmiðunum er menntun fyrir alla. Hvers vegna ætli það sé svona mikilvægt að allir fái menntun?