17. desember

Pálína og styrktardóttir hennar

Upplifum hana sem eina af okkur

Pálína Sigurðardóttir í Reykjavík hefur verið SOS-foreldri tveggja barna í SOS barnaþorpinu Greenfields á Indlandi í 20 ár. Hún styrkti fyrst dreng í 13 ár sem er orðinn fullorðinn og frá árinu 2013 hefur hún styrkt stúlku sem er á fjórtánda aldursári í dag og heitir Suman.

Pálína vinnur á ungbarnaleikskóla og á tvær dætur með eiginmanni sínum, 11 og 13 ára. Hún segir að dætur hennar líti eiginlega á Suman sem systur sína þó þær hafi aldrei hitt hana. Þau upplifa hana sem eina af fjölskyldunni.