Veldu dagsetningu
Yfirlit

17. desember

Samverustund

Í amstri dagsins gleymum við stundum að taka frá tíma fyrir fólkið sem stendur okkur næst. Í dag hvetjum við ykkur til að staldra aðeins við og taka frá tíma fyrir fjölskylduna. Það er margt sem hægt væri að gera saman eins og til dæmis fara í göngutúr, skoða jólaljósin, fara á skauta, spila saman, hlusta á fallega tónlist, föndra, baka, lesa...listinn getur verið endalaus og kannski skiptir ekki öllu hvað það er sem við GERUM saman svo lengi sem við ERUM saman.