Veldu dagsetningu
Yfirlit

16. desember

Allir skuli þekkja réttindi barna

Gluggi dagsins fjallar um hvað lönd eigi að gera til að allir þekki réttindi barna og fari eftir þeim. Í myndbandi dagsins rifjum við einnig upp það sem við höfum lært um í dagatalinu í ár.

Spurning dagsins

  • Hvaða reglur munið þið helst?
  • Hvað fannst ykkur merkilegast eða kannski skrýtnast?
  • Þekktuð þið eitthvað af reglunum eða var eitthvað sem kom ykkur á óvart?

Verkefni dagsins

  • Skoðið veggspjaldið. Nú hafa allir reitirnir sinn lit. Ræðið saman um hvað þið hafið lært í Öðruvísi jóladagatali í ár. Munið þið hvað gerðist í hverjum þætti og hvaða réttindi var fjallað um?
  • Ræðið líka hvaða verkefni þið hafið unnið í tengslum við Barnasáttmálann og jóladagatalið (ef þið gerðuð það).

Greinar dagsins

Grein 4 – Fjallar um að stjórnvöld þurfi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að hvert og eitt barn njóti allra réttinda Barnasáttmálans.

Grein 5 – Fjallar um að fjölskyldur beri ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna.

Grein 41 – Fjallar um að ef lög í landinu vernda rétt barna betur en Barnasáttmálinn þá eiga þau að gilda frekar.

Grein 42 – Fjallar um að stjórnvöld skuli fræða börn og fullorðna um Barnasáttmálann reglulega svo allir þekki réttindi barna.

Lesið nánar um barnasáttmálann hér.