21. desember

Leikur barna

Börn eiga rétt á að taka þátt í leikjum og frístundum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem hafa upplifað eitthvað erfitt eða sorglegt vita hversu gott það er að geta gleymt sér og leikið. Þá getur maður hugsað um eitthvað annað en erfiðleikana í smá stund.

Maður þarf ekki endilega marga til að leika við eða stórt pláss til að líða vel en það er mikilvægt að börn hafi aðgang að öruggum stað til að leika sér á.

Í dag ætlum við að kíkja til Namibíu og hitta nokkur börn að leik.