Veldu dagsetningu
Yfirlit

11. desember

Lamia - Fótboltastelpa frá Jórdaníu

  

Lamia hefur frá unga aldri elskað að spila fótbolta. Hana dreymir um að vera atvinnukona og til að draumur hennar rætist ferðast hún langar leiðir til að mæta á fótboltaæfingar. Hún segir að sumum finnist skrítið að stelpur spili fótbolta en hún er mjög ánægð með að allar stelpur geti spilað fótbolta. Kíkjum nú í heimsókn til Irbid í Jórdaníu en þar býr Lamia á ungmennaheimili SOS Barnaþorpanna.

Umræðupunktar

  • Í myndbandinu sagði Lamia frá því að mörgum þætti skrítið að stelpur spili fótbolta. Er það svoleiðis á Íslandi?
  • Munið þið hvað það tekur Lamiu langan tíma að komast á æfingu?
  • Lamiu dreymir um að verða atvinnukona í fótbolta, hvernig getur hún látið draum sinn rætast?
  • Eigið þið ykkur draum? Getið þið haft áhrif á það að hann rætist?

Stafarugl dagsins:
Hvert ferðast Lamia þrisvar í viku til að mæta á fótboltaæfingu?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 12