11. desember

Dina ætlar að verða kennari

Val Dinu

Í dag ætlum við að hitta Dinu. Hún er 12 ára og býr í litlum bæ í Bosníu-Hersegóvínu sem heitir Srebrenica. Hana langar til að verða kennari en veit að hún mun sakna vina sinna, fjölskyldu og heimahaganna mjög mikið ef hún flytur til Sarajevó til að læra að verða kennari. Hana langar helst ekki að flytja frá bóndabænum og Srebrenica en eins og staðan er núna þá eru ekki miklir atvinnumöguleikar þar.

Umræðupunktar

  • Er einhver hér sem veit hvað hann/hana langar til að verða þegar hann/hún verður eldri? Hvers vegna langar ykkur til þess?
  • Hefur einhver annar áhrif á val ykkar á því sem þið viljið gera?
  • Dina talar um mikilvægi skólagöngu og menntunar til að maður geti orðið það sem mann langar til. Eruð þið sammála um að skólinn sé mikilvægur eða getur maður bjargað sér án þess að hafa gengið í skóla? Eru til störf sem maður getur unnið við sem fullorðinn einstaklingur án þess að hafa gengið í skóla?
  • Eru aðrar ástæður fyrir því að skólaganga er mikilvæg? (maður þroskast og vex sem einstaklingur, maður eignast vini, lærir um félagsleg samskipti, hvernig á að leysa ágreining og margt fleira).
  • Hvað finnst ykkur skemmtilegast við skólann? Er eitthvað sem ykkur finnst leiðinlegt? Getur maður gert eitthvað til að gera hluti sem manni finnst leiðinlegir verða meira spennandi?
  • Hvað þarf til að okkur líði vel í skólanum og að okkur finnist skemmtilegt að læra?

Stafarugl dagsins

Í hvaða bæ býr Dina? Bókstafur 8 fer í reit nr. 7