11. desember
Væntingar
Í dag kynnumst við Sushimu. Hún er 14 ára og býr í SOS barnaþorpi í Nepal. Þar hefur hún búið síðan hún var sex ára. Sushima og litli bróðir hennar fluttu í þorpið eftir að foreldrar þeirra létust og enginn annar ættingi var í aðstöðu til að sjá fyrir þeim. Sushimu fannst mjög erfitt að koma í þorpið, á nýjan stað, til nýrrar fjölskyldu. Hún saknaði foreldra sinna mikið. En smám saman aðlagaðist hún og kynntist SOS mömmu sinni og systkinum.
Í glugga dagsins fylgjum við Sushimu út úr þorpinu en hún ætlar að heimsækja frænku sína og stjúpömmu. Sushima hefur alltaf haldið sambandi við þær en þær búa á svæðinu þar sem Sushima fæddist. Þar ríkir mikil fátækt og mörg börn fá ekki tækifæri til að fara í skóla. Amma Sushimu veit að Sushima fær góða menntun í skólanum sínum. Hún vill að Sushima verði læknir en Sushima sjálf er nú ekki sammála því. Hana langar til að verða lögfræðingur.
Umræðupunktar
- Hvað eru væntingar?
- Þarf maður að gera allt það sem aðrir ætlast til af manni?
- Eru stundum gerðar of miklar væntingar til barna? Eða of litlar?
- Eigið þið einhverja ættingja sem ykkur finnst gaman að heimsækja?
Stafarugl dagsins:
Hvað langar Sushimu að verða þegar hún verður stór?
Bókstafur 2 fer í reit nr. 3