Veldu dagsetningu
Yfirlit

11. desember

Kókosmakkarónur frá Perú

Uppskrift þessa sunnudags kemur frá Perú og er af kókosmakkarónum.

Cocadas (kókosmakkarónur, ca 24 stk)
2 2/3 bolli kókos
¾ bolli niðursoðin mjólk (í dós)
1 egg
¼ tsk möndludropar

Aðferð: Blandið kókos, eggi, niðursoðnu mjólkinni og möndludropunum saman í eina kúlu. Leyfið deiginu að hvíla í 2-3 mínútur. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Notið tvær teskeiðar til að klípa saman smá bita af deiginu og setjið á plötuna. Bakið við 160°C í ca. 25 mínútur þar til þær eru gylltar, þurrar og mjúkar á sama tíma.

Verði ykkur að góðu!