Veldu dagsetningu
Yfirlit

14. desember

Heimsókn til Mósambík

  

Í dag ætlum við að ferðast til lands í Afríku sem liggur sunnan Sahara en þar hafa SOS Barnaþorpin unnið frá árinu 1986 við að tryggja það að börn fái að alast upp í öruggri fjölskyldu. Mósambík liggur á austurströnd Afríku og er land sem er afar ríkt af náttúruauðlindum. Þar má finna langar og ótrúlega fallegar strendur. En Mósambík hefur einnig upplifað margar náttúruhamfarir á borð við þurrka, flóð og fellibylji. Og það hefur haft áhrif á mörg börn og fjölskyldur sem þar búa.

Umræðupunktar

  • Skoðið á korti hvar Mósambík er
  • Hvað þýðir það að Mósambík hafi verið portúgölsk nýlenda?
  • Um hvað snerist nýlendutímabilið?
  • Hvaða Evrópulönd voru stærstu nýlenduveldin?
  • Hvernig haldið þið að það hafi verið fyrir fólkið sem bjó í landinu að það hafi einhver komið frá allt öðrum heimshluta til að ráða yfir þeim? Hvernig mynduð þið brugðist við ef það myndi gerast á Íslandi?
  • Hvað getum við gert til að gera heiminn réttlátari?

Stafarugl dagsins:
Í myndbandinu var talað um að rigningartímabilið hafi byrjað í desember. Hvenær átti það að byrja?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 2