Veldu dagsetningu
Yfirlit
1
desember
2
desember
3
desember
4
desember
5
desember
6
desember
7
desember
8
desember
9
desember
10
desember
11
desember
12
desember
13
desember
14
desember
15
desember
16
desember
17
desember
18
desember
19
desember
20
desember
21
desember
22
desember
23
desember
24
desember
1. desember
Malak brúðustjórnandi
Malak er 14 ára stúlka sem býr í SOS barnaþorpi í Jórdaníu. Í kórónuveirufaraldrinum uppgötvaði hún leikræna hæfileika sína og byrjaði með lítið brúðuleikhús. Malak sá brúðuþátt í sjónvarpinu sem hún heillaðist af og ákvað að gera tilraun með sinn eigin þátt. Hún prófaði sig áfram og tók svo upp þátt á símann sinn. Hún sýndi mömmu sinni myndbandið og fékk mikið hrós frá henni. Malak nýtir þennan nýuppgötvaða hæfileika sinn til góðs og í glugga dagsins fáum við að sjá hvernig. Kíkjum til Jórdaníu.
Umræðupunktar
- Í brúðuleikhúsinu hjálpuðu kisan og kanínan bangsanum þegar honum leið ekki vel. Hvert getið þið leitað ef ykkur líður illa?
- Malak uppgötvaði hæfileika sinn þegar henni leiddist í kórónuveirufaraldrinum. Hvað gerið þið þegar ykkur leiðist?
- Í myndbandinu var talað um tilfinningar, hvernig líður ykkur í dag?
Stafarugl dagsins:
Hverjum leið ekki vel í myndbandi dagsins?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 1