Veldu dagsetningu
1. desember
Maja dansar
Ný og aðeins öðruvísi fjölskylda
Í dag ætlum við að heimsækja Maju sem býr í bænum Gračanica í Bosníu-Hersegóvínu. Þar býr hún hjá SOS-fjölskyldu sinni með stóru systur sinni Aidu ásamt fleiri SOS-systkinum. SOS-mamma hennar, Dinka, segir að Maja sé sú blíðasta og fyndnasta í fjölskyldunni. Við trúum því!
Umræðupunktar
- Fjölskyldur eru af mörgum stærðum og gerðum. Sumar eru kallaðar vísitölufjölskyldur, hjón með tvö börn. Er nauðsynlegt að vera í vísitölufjölskyldu? Er einhver munur á vísitölufjölskyldu og öðrum fjölskyldum? Haldið þið að fólki líði eitthvað öðruvísi þó það sé ekki í vísitölufjölskyldu?
- Maja kom til SOS-fjölskyldu sinnar ásamt systur sinni. Haldið þið að það hafi hjálpað Maju?
- Eigið þið systkini? Hvernig er það að eiga systkini? Hvað er skemmtilegt/hvað er ekki skemmtilegt?
- Var eitthvað í myndbandinu um fjölskyldu Maju sem þið hugsuðuð að væri öðruvísi en hjá ykkar fjölskyldu? Var eitthvað eins?
Stafarugl dagsins
Hvernig dans dansar Maja? Bókstafur 1 fer í reit nr. 4