Veldu dagsetningu
Yfirlit

18. desember

Rödd barna og mikilvægi menntunar

  

Í dag kynnumst við Meenu. Hún býr í litlu samfélagi, nálægt Delí á Indlandi. Þar eru gömul kynjaviðmið afar rótgróin. Meena var ekki tilbúin að sætta sig við þær staðalímyndir sem viðurkenndar voru í samfélaginu hennar og tók málin í sínar hendur. Hún skráði sig á barnaþing og götuleikhús, vettvang sem SOS barnaþorpið í Greenfields á Indlandi stóð fyrir, en þar fann hún rödd sína og gat í samvinnu við önnur ungmenni tekið á mikilvægum áskorunum sem hverfið þeirra stendur frammi fyrir.

Meena skrifaði handrit að stuttum leikþætti sem byggður er á hennar eigin reynslu af því að búa í hverfinu. Þegar Meena hóf skólagöngu sína byrjuðu konur í hverfinu hennar að slúðra um hana og gera grín að mömmu hennar. Meena lét það þó ekki á sig fá og nýtir nú rödd sína til að tala fyrir menntun stúlkna.

Umræðupunktar

  • Þar sem Meena býr er ekki óalgengt að foreldrar sendi frekar syni sína í skóla en dætur sínar. Hvað finnst ykkur um það?
  • Meena lét ekki neikvæðar skoðanir annarra hafa áhrif á hugrekki sitt til að tala og berjast fyrir bættum réttindum stúlkna í hverfinu sínu. Hvernig getum við öðlast hugrekki til að standa með sjálfum okkur?
  • Meena og vinir hennar tala um að þau viti að einungis lítill hluti þeirra sem sjá leikritin þeirra séu að hlusta. Hvers vegna gefast þau ekki upp?

Stafarugl dagsins:
Feimni Meenu hvarf þegar hún tók þátt í _________________?
Bókstafur 4 fer í reit nr. 9