18. desember

Myer og bræður hans

Bræður fá nýtt heimili

Árið 2016 fékk Juan Santos, forseti Kólumbíu, friðarverðlaun Nóbels. Hann hafði unnið að því
að koma á friði í landinu. Þar hafði ríkt borgarastyrjöld í mörg ár sem gerði það að verkum að
mörg börn áttu mjög erfitt.

Besta leiðin til að veita barni gott líf er að styðja við fjölskylduna
þannig að mamman og pabbinn, afinn og amman eða frænkan og frændinn geti annast
barnið. En stundum gengur það ekki. Þá er mjög mikilvægt að börnunum sé tryggt öruggt
heimili á nýjum stað. Í glugga dagsins heimsækjum við Myer. Hann býr í Kólumbíu. Nú fáum
við að heyra sögu Myer og bræðra hans sem hefur ekki alltaf verið auðveld.

Umræðupunktar

  • Hvers vegna getur verið erfitt að vera foreldri þegar stríð geisa?
  • Myer og bræður hans fá að lokum nýja fjölskyldu. Hvernig haldið þið að honum líði
    núna? Haldið þið að hann hafi verið glaður þegar hann kom fyrst á heimilið?
  • Hvað getur verið erfitt við það að eignast nýja fjölskyldu?
  • Hver er munurinn á að alast upp á götunni, á stóru barnaheimili eða í fjölskyldu?
  • Haldið þið að mömmum og pöbbum takist alltaf að gera allt sem þau ætla sér að gera?
  • Getur maður verið góð mamma eða góður pabbi jafnvel þó maður geri mistök?