Veldu dagsetningu
Yfirlit

8. desember

Saga Sarajevó



   

Í dag ætlum við að ferðast til Sarajevó sem er höfuðborg Bosníu-Hersegóvínu. Sarajevó er kannski lítil höfuðborg miðað við aðrar höfuðborgir í Evrópu en þar búa rúmlega 300.000 manns, aðeins færri en á öllu Íslandi. Borgin á sér langa sögu og margir mikilvægir atburðir hafa átt sér stað hérna. Til að kynna borgina fyrir okkur höfum við fengið til liðs við okkur tvær stelpur sem eru í fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna í Sarajevó.

Umræðupunktar

  • Hefur eitthvert ykkar komið til Sarajevó?
  • Fólk af ólíkum trúarbrögðum hefur búið hlið við hlið í mörg hundruð ár í Sarajevó. Hvað finnst ykkur um það? Hvað er gott við það? Er eitthvað sem getur verið erfitt?
  • Tókuð þið eftir stóru ánni sem rann í gegnum miðjan bæinn? Af hverju haldið þið að það séu svona margar mikilvægar borgir í Evrópu sem liggja annað hvort við sjóinn eða með fram stórri á?
  • Ema og Esma eru stoltar af borginni sinni og vilja endilega sýna hana. Eruð þið stolt af ykkar borg/bæjarfélagi? Ef einhver, sem hefur aldrei komið í þinn bæ áður, heimsækir þig, hvað myndir þú vilja sýna honum/segja honum frá?

     

Stafarugl dagsins:
Sarajevó er höfuðborg hvaða lands?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 7