Veldu dagsetningu
Yfirlit
1desember
2desember
3desember
4desember
5desember
6desember
7desember
8desember
9desember
10desember
11desember
12desember
13desember
14desember
15desember
16desember
17desember
18desember
19desember
20desember
21desember
22desember
23desember
24desember
5. desember
Kertagerð í Nagapattinam
Í dag heimsækjum við Indland á ný. Við hittum fyrir mæðgurnar Santhana Mary og Lilly Mary sem ætla að sýna okkur hvernig þær útbúa kerti fyrir íbúa Nagapattinam. Santhana er í 6. bekk en hún hjálpar mömmu sinni oft við að búa til kerti. Hún er stundum smá smeyk því vaxið getur orðið mjög heitt en hún fer varlega og mamma hennar leiðbeinir henni. Með kertunum sínum vilja mæðgurnar senda birtu og yl á heimili og í hjörtu þeirra sem kveikja á þeim.
Umræðupunktar
- Indland er á öðru tímabelti en Ísland. Vitið þið hvað klukkan er á Indlandi þegar hún er 9 á Íslandi?
- Santhana og mamma hennar búa til kertin með því að setja bráðið vax í málmmót. Það eru til fleiri aðferðir til að búa til kerti. Hafið þið einhvern tímann búið til kerti?
- Kertagerðin hjálpar mæðgunum að afla peninga svo þær geti séð fyrir sér sjálfar og svo Santhana fái að ganga í skóla til að mennta sig. Hvers vegna skiptir svona miklu máli að fá að læra?
Stafarugl dagsins:
Hvað búa mæðgurnar til í myndbandinu?
Bókstafur 2 fer í reiti nr. 1, 4 og 22