4. desember
SOS mömmur og pabbar
Öll börn eiga rétt á umönnun og vernd, sama hvar í heiminum þau fæðast. En þrátt fyrir það eru eitt af hverjum tíu börnum og ungmennum aðskilin frá fjölskyldum sínum, þau yfirgefin, vanrækt eða búa við aðstæður sem eru ekki góðar fyrir börn. Það er mikilvægt fyrir börn að alast upp á öruggum stað með einhverjum sem gætir þeirra. Ef ekki hjá sinni eigin fjölskyldu, þá hjá einhverjum fullorðnum sem passar þau.
Víðs vegar um heiminn gæta SOS mömmur og pabbar barna sem hafa engan annan til að passa sig. Hlutverk þeirra er að annast börnin sem til þeirra koma, veita þeim stuðning, ást og umhyggju og ala þau upp eins og þau væru þeirra eigin börn. Í dag fáum við að kíkja inn á nokkur heimili og fylgjast með lífinu á bak við tjöldin.
Umræðupunktar
- Hvers vegna er mikilvægt fyrir börn að hafa einhvern fullorðinn sem passar upp á þau?
- Hvað þyrftu börnin að sjá um sjálf ef þau hefðu engan fullorðinn sem gætir þeirra?
- Hvað finnst ykkur gaman að gera með fjölskyldunni ykkar?
- Hvað hefur Chandra Kala alið upp mörg börn á þeim 40 árum sem hún hefur verið SOS mamma?
Stafarugl dagsins:
Hvaða matur fer inn í ofn í myndbandinu í dag?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 2 og 3