3. desember
Aðstoð heima fyrir
Í 32. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur að börn eigi rétt á vernd gegn vinnu sem spillir eða hindrar nám þeirra eða skaðar heilsu þeirra og þroska. Samt sem áður þurfa mörg börn í heiminum ennþá að vinna í stað þess að ganga í skóla eða vinna störf sem eru hættuleg. Það gerist þegar fullorðna fólkið hefur ekki vinnu sem veitir fjölskyldunni næga peninga til að lifa af eða ef börn eiga engan að sem getur annast þau.
En jafnvel þó börn eigi ekki að taka þátt í barnavinnu þá geta börn vel haft ákveðin verkefni heima fyrir sem þau sinna til að hjálpa fjölskyldunni. Það að taka upp úr uppþvottavélinni, reyta arfa eða taka til í herberginu sínu flokkast ekki undir óhóflega barnavinnu. Það er mikilvægt að börn hjálpi til en það má ekki bitna á skólagöngu þeirra.
Umræðupunkta
- Hafið þið einhverjum skyldum að gegna heima hjá ykkur? Hvaða?
- Hvað finnst ykkur skemmtilegt að hjálpa til með heima? Hvað finnst ykkur leiðinlegt að hjálpa til með heima?
- Hvers vegna er það gott að börn hjálpi til heima fyrir?
Stafarugl dagsins:
Hverju raða yngstu börnin í tröppurnar?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 17