Veldu dagsetningu
22. desember
Ekkert barn eitt!
Á hverri mínútu fæðast um 260 börn í heiminum. Þau fæðast í mismunandi löndum, inn í ólíka menningarheima og í ólíkar fjölskyldur. En það skiptir ekki máli hvar í heiminum börn fæðast, þau eiga öll sömu réttindi. Börn eiga rétt á að einhver passi upp á þau. Það eru of mörg börn í heiminum sem þurfa að sjá fyrir sér sjálf. Ekkert barn á að alast upp eitt!
Umræðupunktar
- Hvað er það besta við að eiga fjölskyldu?
- Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sérstakan barnasáttmála með réttindum sem gilda fyrir öll börn um allan heim. Hafið þið heyrt af þessum sáttmála? Þekkið þið einhver réttindi?
- Börn hafa sömu réttindi en réttindi þeirra er ekki alls staðar virt. Hvað finnst ykkur um það? Haldið þið að Ísland virði öll réttindi barna?