Veldu dag­setn­ingu
Yf­ir­lit

21. des­em­ber

Upp­skrift - pip­ar­kök­ur

Þegar piparkökur bakast...
Síð­ustu laug­ar­daga höf­um við boð­ið upp á upp­skrift­ir frá Nepal og Tans­an­íu. Í dag ætl­um við að bjóða upp á pip­ar­kök­ur enda far­ið að stytt­ast í jól­in.

Hér má finna upp­skrift að degi sem þarf ekki að kæla yfir nótt í ís­skáp. Upp­skrift­in kem­ur frá Berg­lindi hjá Gotte­rí og ger­sem­ar.

Piparkökur - uppskrift
250 gr Dan sukk­er syk­ur (ann­ar syk­ur of gróf­ur í þessa upp­skrift þar sem hún er ekki hit­uð)
250 gr smjör­líki (við stofu­hita)
750-800 gr hveiti
2 tsk neg­ull
2 tsk engi­fer
4 tsk kanill
2 tsk mat­ar­sódi
1/2 tsk pip­ar
2 dl síróp
1 dl mjólk

Aðferð

  1. Allt sett í hræri­vél­ar­skál­ina og hnoð­að sam­an með krókn­um (einnig hægt að hnoða í skál með hönd­un­um). Bæt­ið við smá hveiti ef ykk­ur þyk­ir deig­ið of blautt.
  2. Fletj­ið út frek­ar þunnt og sting­ið út fíg­úr­ur og setj­ið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  3. Bak­ið við 180°C í 8-10 mín­út­ur.

htt­ps://www.gotteri.is/2014/11/24/theg­ar-pip­ar­kok­ur-bak­ast/