Bekkjastofa Önnu samanstendur af viðarstólum og krítartöflu sem komið hefur verið fyrir á veröndinni heima hjá henni.
Helstu áhugamál Önnu eru að spila fótbolta, horfa á teiknimyndir, syngja og lesa sögur. En skemmtilegast af öllu finnst henni að leysa stærðfræðiþrautir. Stærðfræðin leikur greinilega í höndum Önnu því hin börnin í þorpinu leita til hennar vegna stærðfræðikunnáttu hennar. Hún hefur tekið að sér að kenna öðrum börnum í barnaþorpinu stærðfræði. „Ég veit að mörg börn eru ekki hrifin af stærðfræði. Þau hafa ákveðið að hún sé stórt skrímsli sem þau geta ekki skilið eða sigrast á. Ég vil hjálpa þeim að verða betri og leggja sterkan grunn þeirra svo þeim gangi vel þegar þau fara upp um bekki,“ segir Anna sem var í öðrum bekk þegar hún fékk þennan mikla áhuga á stærðfræði.
Anna með nemendum sínum, Anna stendur í miðjunni.
Anna er með sex nemendur og kennir þeim í 45 mínútur í senn af mikilli ákveðni og þolinmæði.
Anna fyrir utan heimili sitt í barnaþorpinu.
Kennarastarfið virðist blasa við Önnu og framtíðin er björt.