Veldu dagsetningu
Yfirlit

21. desember

15 ára stærðfræðisnillingur


Anna með nemendum sínum, Anna stendur í miðjunni. Anna með nemendum sínum, Anna stendur í miðjunni.

Í glugga dagsins fáum við að heyra af henni Önnu sem býr í Mósambík. Anna* býr í SOS barnaþorpi í Mósambík. Hún er nú 15 ára og hefur búið í barnaþorpinu frá fjögurra ára aldri. Foreldrar Önnu létust þegar hún var þriggja ára og í eitt ár flakkaði hún milli fólks sem gat ekki séð fyrir henni. Anna fékk því varanlegt heimili í barnaþorpinu ásamt eldri systur sinni. Þær hafa alist upp hjá ástríkri fjölskyldu og Anna er nú sjálfsörugg og félagslynd ung stúlka.

Bekkjastofa Önnu samanstendur af viðarstólum og krítartöflu sem komið hefur verið fyrir á veröndinni heima hjá henni. Bekkjastofa Önnu samanstendur af viðarstólum og krítartöflu sem komið hefur verið fyrir á veröndinni heima hjá henni.

Helstu áhugamál Önnu eru að spila fótbolta, horfa á teiknimyndir, syngja og lesa sögur. En skemmtilegast af öllu finnst henni að leysa stærðfræðiþrautir. Stærðfræðin leikur greinilega í höndum Önnu því hin börnin í þorpinu leita til hennar vegna stærðfræðikunnáttu hennar. Hún hefur tekið að sér að kenna öðrum börnum í barnaþorpinu stærðfræði. „Ég veit að mörg börn eru ekki hrifin af stærðfræði. Þau hafa ákveðið að hún sé stórt skrímsli sem þau geta ekki skilið eða sigrast á. Ég vil hjálpa þeim að verða betri og leggja sterkan grunn þeirra svo þeim gangi vel þegar þau fara upp um bekki,“ segir Anna sem var í öðrum bekk þegar hún fékk þennan mikla áhuga á stærðfræði.

Anna er með sex nemendur og kennir þeim í 45 mínútur í senn af mikilli ákveðni og þolinmæði. Anna er með sex nemendur og kennir þeim í 45 mínútur í senn af mikilli ákveðni og þolinmæði.

Anna hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni í barnaþorpinu. Uppáhaldsstundir Önnu eru þegar hún eldar um helgar með mömmu sinni. Henni þykir líka afar vænt um það þegar öll fjölskyldan borðar saman á kvöldin og um helgar. „Þessi litlu daglegu atriði hafa eflt tengslin okkar svo mikið, eins og að ræða saman um daginn okkar og svoleiðis. Mamma notar þessar stundir til að kenna okkur fjölskyldugildi.“

Anna fyrir utan heimili sitt í barnaþorpinu. Anna fyrir utan heimili sitt í barnaþorpinu.

Þó Önnu líði vel í barnaþorpinu og eigi þar frábæra fjölskyldu þá verður hún stundum sorgmædd yfir því að hafa aldrei þekkt kynforeldra sína. Hún hefði svo innilega viljað kynnast þeim og að þeir hefðu getað séð hvað hún stendur sig vel.

Kennarastarfið virðist blasa við Önnu og framtíðin er björt. Kennarastarfið virðist blasa við Önnu og framtíðin er björt.

Í Mósambík er ein hæsta tíðni barnahjónabanda í heiminum. Nærri helmingur stúlkna á barnsaldri neyðist í hjónaband því foreldrar þeirra geta ekki séð fyrir þeim. Stór hluti stúlknanna hætta í skóla af þessum völdum. Í SOS barnaþorpinu sækja börnin námskeið um barnavernd og er Anna mjög meðvituð um réttindi sín. Hún skilur mjög vel af hverju börn þurfa umönnun og vernd. Önnu finnst hún vera lánsöm að hafa alist upp í barnaþorpinu.

*Nafni hefur breytt til að vernda friðhelgi barnsins.