Veldu dagsetningu
Yfirlit

19. desember

Rétturinn að leika sér



   

Börn eiga rétt á að taka þátt í leikjum og frístundum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öll börn þurfa að leika sér til að þroskast á réttum hraða. Allir sem hafa upplifað eitthvað erfitt eða sorglegt vita hversu gott það er að geta gleymt sér og leikið. Þá getur maður hugsað um eitthvað annað en erfiðleikana. Fyrir þau börn sem alast upp við erfiðar aðstæður er leikurinn afar mikilvægur. Vera með vinum, hreyfa sig og læra eitthvað nýtt. Mörg börn hafa engan öruggan stað til að leika á. Mörg eru alein á daginn á meðan foreldrar þeirra eru í vinnu. Þess vegna byggja SOS Barnaþorpin leikskóla þar sem börnin fá að vera yfir daginn. SOS leikskólinn er öruggur staður þar sem börnin geta leikið, talað, hugsað, klifrað og hlegið með öðrum börnum. Maður þarf ekki alltaf marga til að leika við, eða stórt pláss, til að líða vel. En öll börn þurfa að hafa aðgang að öruggum stað til að leika sér á - smá pláss til að leika og einhvern til að leika við. Að vera með vinum og hafa gaman er eitt það besta í lífinu.