Veldu dagsetningu
Yfirlit

16. desember

Saumastelpan Mutoni



 

Mutoni er 9 ára stelpa sem býr ásamt fjölskyldu sinni í sveit í Rúanda. Mutoni er mjög dugleg að aðstoða mömmu sína með hin ýmsu verkefni heima fyrir en henni finnst líka mjög gaman að sauma. Hún passar upp á að grísinn þeirra fái að borða en hún er líka mjög dugleg í skólanum. Hana dreymir um að verða klæðskeri og opna sína eigin fatabúð þegar hún verður stór. Til þess að sá draumur verði að veruleika þarf Mutoni að vera dugleg í skólanum. 

Umræðupunktar

  • Í hvaða heimsálfu er Rúanda?
  • Hvernig er fáni Rúanda á litinn?
  • Mutoni finnst gaman að sauma í frítíma sínum. Finnst ykkur gaman að sauma?
  • Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stór?

Stafarugl dagsins:
Frá hvaða landi kemur Mutoni?
Síðasti bókstafurinn fer í reiti nr. 12 og 14