Veldu dagsetningu
Yfirlit

15. desember

Langur gangur í skólann



   

Öll börn eiga rétt á menntun. En það er ekki nóg að fá bara skrifborð til að sitja við í einhverjum bekk. Börn geta ekki lært ef þau hafa ekki borðað nægan mat í langan tíma eða ef þau eru áhyggjufull eða kvíðin vegna veikinda foreldra. Ef þau hafa ekki almennilegan stað til að sinna heimanámi eða engan til að aðstoða sig við það. Eða ef það tekur of langan tíma að fara í skólann.

Í dag ætlum við að heimsækja þrjú systkini sem búa í Bosníu-Hersegóvínu. Það er nokkuð langt fyrir þau að ganga í skólann. Á veturna þegar það er mikill snjór getur verið erfitt að komast áfram. Í fyrravetur fjallaði bosnísk sjónvarpsstöð um leið Amir, Amra og Amira í skólann. Þegar við kíkjum í heimsókn til þeirra er sem betur fer vor og þó svo að vegurinn sé langur er auðvelt að ganga hann – sérstaklega þegar þau eru þrjú samferða.

Umræðupunktar

  • Hvaða grein Barnasáttmálans fjallar um rétt barna til menntunar?
  • Hvað er gott við að hafa einhvern sem gengur með manni í og úr skóla?
  • Mörg börn í heiminum þurfa að ganga svo langa leið í skólann að þau þurfa að fara mjög snemma á fætur. Getur fullorðna fólkið gert eitthvað í því? (byggt skóla nær börnunum, boðið upp á fría skólabíla.)
  • Stundum tekur það of langan tíma að fara fram og til baka í skólann á hverjum degi og þá gista börnin á virkum dögum í skólanum, í svokallaðri heimavist. Þar passar fullorðið fólk upp á börnin á virku dögunum og svo fara þau aftur heim til fjölskyldna sinna um helgar. Hvernig haldið þið að ykkur liði að búa annars staðar en heima hjá ykkur á virkum dögum?

Stafarugl dagsins:
Nöfn allra systkinanna byrjar á sama bókstaf, hvaða stafur er það?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 8, 11 og 16